Saga - 1969, Blaðsíða 142
138
RAGNAR ÓLAFSSON
skrifuðu landnám Húnaþings. 1 öðru lagi eru þeir Auð-
unn skökull og Ingimundur gamli eldri en svo, að þeir séu
líklegir langafar Döllu. Þeir hafa verið fulltíða menn og
átt börn sín um eða skömmu eftir 900, en Dalla getur
naumast verið fædd fyrr en nokkru eftir 1000. Þessi 100
ára munur verður varla brúaður með tveimur ættliðum.
Þessi ættartala Landnámu getur því naumast verið full-
komlega rétt. Það kemur hins vegar vel heim við tímann,
að Dalla sé 5. ættliður frá landnámsmanni. Ættartalan
frá Þorbirni laxakarli getur því verið rétt. Þá vaknar
spurningin, fylla ættartölurnar hvor aðra eða er hér um
mismunandi geymdir ólíkra Landnámugerða að ræða?
Hugsanlegt væri, að fallið hefði niður liður úr fyrri ættar-
tölunni, en ættfærslunni frá Þorbirni laxakarli verður þó
aldrei hrundið með þeirri tilgátu. Reyna má að samræma
ættirnar. Eins vel getur átt sér stað, að húnvetnska ættar-
talan sé byggð á sögusögnum, sem eigi ekki við rök að
styðjast. Frásögn Flateyjarbókar um það, hvernig ísleif-
ur kynntist Döllu, er ævintýrakennd og mjög ólíkleg með
tilliti til siðvenja þess tíma um kvonfang. Uppvöxtur Döllu
í Víðidal er því miklu óvissari en hitt, að hún sé ættuð það-
an. Þá er að athuga, hvort vitað sé um nokkurn annan
Þorvald, sem líklegt er, að hefði getað verið sonur Þor-
kötlu og faðir Döllu. Einn af fylgismönnum Gissurar
hvíta og Hjalta Skeggjasonar við kristnitökuna var höfð-
inginn Þorvaldur Skeggjason í Ási. Segir svo í Landnámu,
að Hjalti Skeggjason mágur Þorvalds og þeir tólf eða
fjórtán saman hafi fengið reiðskjóta hjá Þorvaldi, þá hann
var út kominn með kristni, en enginn treystist annar fyrir
ofríki Runólfs goða í Dal. Þetta sýnir þrennt. í fyrsta lagi:
Þorvaldur var á einhvern hátt mágur Hjalta. í öðru lagi:
Þeir Gissur hvíti og Þorvaldur stóðu saman að mesta við-
burði þess tíma, kristnitökunni, og í þriðja lagi: Þorvald-
ur var ríkur höfðingi. í Landnámu er ekki getið, hver hafi
verið móðir Þorvalds, en ætt hans er annars rakin þann-
ig: Faðir hans var Skeggi sonur Ásgauts Ásmundssonar