Saga - 1969, Blaðsíða 222
218
ÖGMUNDUR HELGASON
sig svo djúpt síðan um 1760, að hún hafi brotið á þeim
tíma úr áðurnefndum kirkjugarði upp undir brún. Þegar
tekið er tillit til þessa og traustrar frásagnar Margeirs
Jónssonar um beinafundi og fleira á Helgastöðum um
1900, þykir líklegt, að í Jarðabókinni 1709 sé um missögn
að ræða eða misminni sögumanns. Hann styðst við frá-
sagnir eldri manna, enda hefur þá líklega verið ástatt
þarna eins og nú, árbakkinn uppgróinn, þar sem kirkju-
garðurinn er sagður, og engin ummerki sýnileg, en áin
runnið á eyrum hinum megin í dalnum, að vestanverðu.
Litlar líkur eru til, að á Víðidal hafi verið kirkja eins
og munnmæli herma. í dalnum hafa sennilega ekki verið
aðrir bæir en Gvendarstaðir, Þverá og Þúfnavellir auk
Helgastaða, og fráleitt þykir mér það, sem Margeir gerir,
áð hugsa sér bæina neðan Kamba í þessari sókn. Miklu auð-
veldara fyrir fólk þaðan var að sækja kirkju niðri í sveit-
inni en inni á Víðidal, þar sem Kambavegur hefur verið
stórhættulegur og nær ófær allan veturinn; hefði því
þurft áð fara yfir fjöllin við mjög erfið skilyrði. Margeir
telur einnig til sóknarinnar bæina á Skálahnjúksdal, en
þar hófst engin byggð fyrr en seint á öldum.47 Ég ætla, að
á Helgastöðum hafi verið bænhús með réttindum til
greftrunar, þar eð nær ógerlegt hefur verið fyrir dalbúa
að koma líkum á vetrartíma til greftrunar alla leið að
Reynistað.
Þá er eftir að hyggja að því, frá hvaða tíma grafreit-
urinn á Víðidal muni vera, en sýnt er, að hann muni vera
eldri en frá árinu 1500. Og fráleitt er ekki að ímynda sér,
að hann sé allt frá elztu kristni 1 landinu og hafi verið
stöðug byggð á Víðidal í fornöld, þótt engar ritaðar heini-
ildir séu til að sanna það.
Eins og fram hefur komið, eru engin sel á umræddu
landsvæði, en vitað er um öll sel þeirra jarða, sem næst
liggja.48 Styður það fremur en mæli gegn, að þarna hafi
verið byggt í upphafi byggðarsögu þessa landshluta, þ- e-
þegar seljunum var valinn staður.