Saga - 1969, Blaðsíða 54
50
ÓLAFUR EINARSSON
við Faxaflóa 30. september 1894 og reglur félagsins „fyrir
fólksráðning o. fl. á þilskipum . . sem staðfestar voru
7. október 1894, og skyldu þær vera „bindandi fyrir alla
hlutaðeigendur til næsta aðalfundar“.47
Útgerðarmenn höfðu lengi rætt um nauðsyn samtaka
þilskipaútvegsmanna. Á Vestfjörðum höfðu þilskipaeig-
endur gert samninga til 5 ára sín á milli um ráðningakjör
skipverja, og birtist áskorun frá þeim til Sunnlendinga í
ísafold48 um að gera slíkt hið sama. Aðalforgöngumaður
að stofnun félagsins haustið 1894 var Tryggvi Gunnarsson
bankastjóri. Hann hafði þá nýverið haft forgöngu um,
að keypt voru 8 ný þilskip til landsins. Afli var fremur
lítill árin 1894—96,40 og fiskverð lækkaði árið 1894. Það
mun hafa átt sinn þátt í tilraunum útvegsmanna til að
herða ráðningarskilyrði háseta. Tryggvi Gunnarsson segir
um þilskipaútgerðina í grein árið 1902: „Sem betur fer
hafa mörg þeirra þegar sýnt, að þau eru arðsöm eign, því
að þess eru dæmin, að á aflahæstu skipin hefir gróðinn
orðið svo mikill á þrem árum, að meira hefir orðið afgangs
kostnaði en það, sem þau kostuðu upphaflega, og þó hafa
þau gengið til veiða lítið lengur en helming af tímanum“.50
Má ætla, að haustið 1894 hafi útgerðarmenn ætlað sér að
koma yfir á sjómenn þeirri byrði, sem slæmt árferði hafði
lagt á útgerðina, og saka þá um heimskulega háar launa-
kröfur. Grein Tryggva bendir aftur á móti til þess, að þil-
skipaútgerðin hafi ekki verið eins áhættusöm og útvegs-
menn létu í veðri vaka við háseta þetta haust. f lesanda-
bréfi um þilskipaútveginn frá þessum tíma segir: „Þeir
(útgerðarmenn) vilja af alhug fá breytingu á hinum vit-
lausa kaupgjaldsmáta en þora hins vegar ekki almennilega
að kveða upp úr með það; óttast, að það fæli háseta frá
sér . . . Mér finnst, að útgerðarmenn ættu eftir fenginni
reynslu að skoða, hvað þeir þola að bjóða, þannig að skipin
hafi sinn nauðsynlega hag, til viðhalds, vaxtagreiðslu o. s.
frv. Fái þeir ekki háseta fyrir það verð, þá ber atvinnu-
vegurinn sig ekki, og þá er bezt að hætta honum . . . Væri