Saga - 1969, Blaðsíða 193
„LAUNUNGARBRÉF" 18ð
laus við „stjórnarbótarþrasið". 0g síðla vetrar virðist sem
Valtýr hafi tekizt eitthvað í þá átt. Hann hafði skrifað
Hallgrími og beðið hann segja álit sitt um skipun samn-
inganefndar í stjórnarskrármálinu. Svar Hallgríms hljóð-
ar: „Þótt eg kannizt við, að með fyrra alternativinu [þ- e.
stjórnarfrumvarpi] væri ekki svo lítið unnið, er eg þó
fremur á því, að hið síðara (nefndarskipunin) sé eptir
atvikum aðgengilegra, og það af þessum ástæðum: upp úr
þeirri aðferð ætti væntanlega aldrei að hafast minna að
lyktum en boðið er nú í fyrra boðinu, en vel væri hugsandi,
að við nefndarstörfin skýrðist margt á báðar hliðar, hyrfi
margur misskilningur og nýir vegir opnuðust til að komast
fetinu lengra en nú er kostur á. Þessi aðferð er, að mér
finnst, auðugri að möguleika (á slæmri íslenzku), og yfir-
höfuð held eg, að málið ynni mikið við þær ítarlegu um-
næður og alla þá hreifingu, sem nefndarstörfin gæfu til-
efni til, og að þau mundu, ef kosningar tækjust bærilega,
fmra hugi Dana og ísl. nær hvor öðrum og þannig miða til
^etra samkomulags. Hins vegar er eg ekki óhræddur um,
aS fát og fálm kynni að verða á ýmsum þingmönnum,
meira en heppilegt og æskilegt væri, ef fyrra boðið kæmi
að mönnum óundirbúnum, án þess kjósendur á þingmála-
fundum hefðu átt kost á að lýsa vilja sínum. ,Teoristar‘
vorir kynnu þá að geta hrætt eða flækt og flekað ýmsa
þingmenn til að þora ekki8G) að ganga að gjörðum boðum,
því heldur sem nú mun vera töluverð ólga og óvissa hjá
allmörgum þingmönnum. Við nefndartillöguna þarf aptur
eng'um að verða bilt; hún er betur löguð til að gefa mönn-
Um færi á að jafna sig.“
Hann hefur einnig rætt málið við 3—4 aðra þingmenn.
m nfstöðu Jóns Jenssonar segir hann ekkert, getur þess
aðeins, að Valtýr hafi einnig skrifað til hans. Kristjáni
°nssyni og Jóni Jakobssyni hefur hann „undir þagnar-
|eiti“ sagt frá inntaki bréfs Valtýs, „og var Jón ein-
leginn sömu skoðunar og eg og Kr[istján] fremur þeim
lllegin líka“. „Loks sló eg málinu fram við síra Þór[hall