Saga - 1969, Blaðsíða 135
SAGNFRÆÐIN
131
gamla arfleifð, byggðu nánar út framsetningu aldanna á
undan til þess að nota hagnýtni sagnfræðinnar í þágu
stjórnmálabaráttunnar, sem beindist að því marki, sem náð
var 1918. Nú er hálf öld liðin síðan; samt er sagnfræðin
tröllriðin af þeim viðhorfum og forsendum, sem sú barátta
byggði á. Mál er komið til endurmats á sögunni, til þess að
nær verði komizt hinu sanna. Smámunir, er sumir telja,
skipta hér æði miklu máli. Skal nú nefna nokkur dæmi
þessa. Þjóðveldið — svonefnda — fékk rýtinginn í bakið,
er biskupunum var hleypt í lögréttu. Þeir voru fulltrúar
stofnunar alþjóðlegs eðlis, sem laut sínum eigin reglum og
eigin rétti, enda fór sem fór, er Guðmundur góði, miklu
meiri hugsjónamaður en stjórnvitringur, hleypti öllu í
strand og enginn aðili innanlands hafði né gat haft úr-
skurðarvald í málum hans. — Venjulega er svo talið, að
kristinn réttur nýi eða Árna biskups hafi verið lögtekinn
árið 1275. En er það svo einfalt mál, sé þess gætt, að Magn-
ús lagabætir neitaði um samþykki sitt? Og Jörundur biskup
hætti við framkvæmd hans í Hólastifti áð auki. Venja er
að tala um Svarta dauða, sem að öllum líkindum er töku-
heiti frá 18. öld, í stað t. d. plágunnar fyrri, sem heimildir
nota. Það virðist ekki vera einsýnt að nota svo ungt heiti,
sem Svarti dauði virðist vera, sé þess gætt, að það er ekki
öldungis víst og þó ekki ómögulegt, að það hafi verið
Pasteurella pestis, sem heimsótti þjóðina rétt eftir alda-
naótin 1400 (1402—4). í viðureign ögmundar biskups og
Jóns Arasonar hverfur aðalatriðið, í eilífum sparðatíningi,
að Ögmundur hafði fengið umboð æðra valds í Hólastifti.
Þar við bætist, að menn skilja almennt eigi enn hvað
felst í orðalagi Ögmundar í bréfinu, er hann segir Jón Ara-
son hafa „usurperað“ kirkjunnar lykla. Þá halda menn, að
átt sé við lyklana að fatabúrum og skrúðakistum Hóla-
kirkju, en svo er eigi. Ögmundur segir einfaldlega, að Jón
Arason hafi sett sig í biskuplegt vald í óleyfi og þar með
tekið að sér lyklana að hliðum himnaríkis og helvítis, vald-
ið að leysa og binda. Þegar Kristján IV. setur taxtann