Saga - 1969, Blaðsíða 232
2.28
RÍTFREGNlít
og gert er í þessari bók, t. d. óst í stað ost. Svipað er að segja um það,
að prenta u sem ú.þótt haft sé bugðumyndað strik eða eins konar
lykkja yfir u-inu I skrift til að aðgreina það frá n. Þessu tákni er
ávallt sleppt á prenti enda þá óþarft, en í þessari bók er því hins vegar
breytt í brodd, svo að t. d. danska orðið ubrugbar er prentað úbrúgbar.
Skírnarnafn Péturs Bárðarsonar undir lóðarmælingarbréfi Reykjavik-
urkaupstaðar frá 12. febrúar 1787 er og prentað hér Petúr, af því að
hann hefir sett fyrrneínda lykkju yfir u-ið. Það er þó siður en svo, að
stafsetningu þessa bréfs hafi verið fylgt út I æsar, og skal látið nægja
að taka þaðan eftirfarandi orð: Reikewiig, Hvorfra, Dom Kyrkens,
Handels Huusene, Losse Pladser, Thing, ald, sem eru prentuð í bók-
inni: Reikevig, hvorfra, Domkyrkens, handelshuusene, Lossepladser,
Ting, alt. Um síðastnefnda orðið ber þess þó að geta, að þar hefir t
greinilega verið breytt í d, þ. e. alt verið breytt í ald.
Nákvæmnin er ekki heldur fullkomin, þótt stuðzt sé við prentaðar
heimildir, og nærtækasta dæmið um það er, að í dönskum textum er
o jafnan breytt í ö. Sé litið á danska texta kaupstaðatilskipunarinnar,
kemur t. d. í ljós, að bandstriki milli orða er ekki ævinlega haldið.
1 staðinn er orðum oft slengt saman, eins og er Religions-Forvante
verður ReligionsForvante. Reyndar er ósamtengdum orðum stundum
einnig slengt saman, svo sem er Religions 0velse í sömu grein verður
Religionsövelse, og ætti því ef til vill að telja þetta með prentvillunum.
Hér hefir verið bent á margvíslega galla á þessu fyrsta bindi, sem
út er gefið af Safni tii sögu Reykjavíkur, og eru þeir langtum fleiri
en svo, að hægt sé að leiðrétta þá í venjulegum ritdómi. Frá sag»"
fræðilegu sjónarmiði hljóta alvarlegustu gallarnir að teljast þeir, að
ýmsar sögulegar skekkjur, sem áður hafa komizt á prent, skuli ekki
vera leiðréttar, heldur endursagðar athugasemdalaust og allmörgum
nýjum aukið við. Þegar þar við bætast svo mislestur frumtexta °S
prentvillur, verður gildi þessa verks sem sögulegs heimildarrits að
teljast meira en vafasamt, því að í mörgum tilvikum er alls ekki
óhætt að styðjast við það án þess að alhuga einnig sjálfar frumheim-
ildirnar.
Það er þannig síður en svo, að islenzk sagnvísindi séu í nokkrú
bættari við útkomu þessa bindis eða að það sé þeim, sem að því standa,
til teljandi sóma. Þetta er raunar óhjákvæmileg afleiðing þess, að
ráðizt er i viðamikil verk án viðhlítandi fræðilegs undirbúnings og
mönnum meira að segja ætlað að vinna þau aukreitis með ýmsum öði-'
um og jafnvel óskyldum störfum.
HEIMILDASKRÁ:
1. Rskjs. (Ríkisskjalasafn Dana): Brb. v.stj. (verzlunarstjórnar), 2-
bd„ bls. 275—283 og 447—448.
2. Skúli Magnússon: Beskrivelse af Gullbringu og Kjósar sýslui
Biblioth. Arnamagn. IV, bls. 108.
3. Þjskjs. (Þjóðskjalasafn): Bréf til landsn. síðari, nr. 180. or
4. Lovsaml. for Isl. V, bls. 446—467. Sbr. Safn iil sögu Rv„ bls. 34—2.
og 38—39.