Saga - 1969, Blaðsíða 167
,LAÚNUNGARBRÉF‘'
ÍÖS
boði frá stjórninni, sem fæli í sér „eitthvað verulegt“, því
hann álítur „hvert fótmál áfram ávinning, sem heimsku-
legt væri og rangt að vanrækja að stíga, ef þess væri
kostur“. Þessu hafi hann einnig lýst yfir á Alþingi 1887.
Það, sem Valtýr segist nú treysta sér til að fá, álítur
Sigurður Jensson „þýðingarmikið skref áfram“: sérstak-
an ráðherra, Islending, sem ekki aðeins sitji á Alþingi,
heldur geti farið heim endranær til þess að kynnast öllu
sem bezt og sé ábyrgur gagnvart Alþingi „á öllum gjörðum
smum“. Hann getur einnig sætt sig við, að hinn danski
hæstiréttur dæmi „fyrst um sinn“ í málum gegn ráðherra.
Hins vegar er hann ekki ánæg'ður með, að ráðherra sitji
1 danska ríkisráðinu, og getur ekki verið Valtý „alveg
samdóma" um, að það hafi „sáralitla eða enga praktíska
þýðingu fyrir íslenzkt löggjafarvald“. Hann er hræddur
Um, að ráðherrann yrði þá „mjög líkur fulltrúanum stjórn-
arinnar, sem vér hingað til höfum átt á þingi“, þ. e. lands-
höfðingjanum. „Gæti hann samið fyllilega við þingið og
gefið því skýlaust svar? Gæti hann komið fram sem ráð-
gjafi eða stjórn, eða væri hann ekki öllu fremur eins og
mdliliður milli þings og stjórnar, alveg eins og hinn nú-
verandi fulltrúi stjórnarinnar ?“ Eðlilega gæti hann sagt
frá, „hverju hann væri hlynntur og með hverju hann vildi
mæla“, en það getur einnig fulltrúi stjórnarinnar, lands-
höfðinginn, nú og hefur gert, „og vér vitum, að hans með-
mæli hafa haft mikið að þýða“. „Meðan ráðgjafi íslands
situr í ríkisráðinu, hefur landið ekki stjórn út af fyrir sig
1 sínum eigin málum, og meðan svo er, get ég sem þing-
maður og íslendingur ekki verið ánægður.“
Honum skilst, að Danir vilji halda þessu fyrirkomulagi
afram vegna þess, að stjórnin geti þá haft eftirlit me'ð
öggjöf og stjórn á íslandi, einkum vegna mála, sem
snerta hagsmuni Dana á Islandi. Hann efast ekki um, að
Pað sé réttmæli hjá Valtý, að ekki sé unnt að koma ráð-
lerranum út úr ríkisráðinu, en „ef þér ætlið yður að semja