Saga - 1969, Blaðsíða 217
BÆJANÖFN Á HRYGGJADAL
213
sonar á HafsteinsstöSum, en honum sagði Þóra Jónsdóttir,
sem bjó mörg ár með manni sínum Hannesi Kristjánssyni
bæði á Gvendarstöðum og Hryggjum. Var Þóra bráðminn-
ug á gamlan fróðleik . .. Þverá... Rauðagil (12). Munnmæli
herma, að þar hafi einn bærinn verið. Hefur Guðmundur
Gíslason, sem lengi bjó á Gvendarstöðum sagt mér frá
þessu. . . . Helgastaðir, kirkjustaður. . . . Ytri- og Syðri-
Þúfnavellir, að því er sagnir telja.Núpur. Kona nokk-
ur, IJelga Jónsdóttir, sem ólst upp á Gvendarstöðum,
kveður sig óljóst reka minni til þess, að hafa heyrt jörð,
eða bæ þennan nefndan, og hafi verið þar einhversstaðar í
fjöllunum". Margeir nefnir enn fremur „mjög óglögg
uiunnmæli um, að fyrir framan Litla-Vatnsskarð hafi
verið eitt kot“. Einnig í Stakkfellssporði „þar hefur verið
byggt kot, endur fyrir löngu“.
,,Öllum munnlegum sögnum ber saman um það, að Víði-
dalur hafi eyðst í Svartadauða. . . . Staflaust gengur og sú
sögn42 að hérna hafi verið heil kirkjusókn, og kirkjan
hafi verið á Helgastöðum. Aptur verða sögurnar á reiki um
bæjafjöldann í Helgastaðasókn. Flestir hafa heyrt, að þeir
bafi verið 14. Aðrir telja þá 18. Og sumar sagnir vilja
segja býlin 30, en það nær nú ekki nokkurri átt. Rétt mun
það vera, að á Helgastöðum hafi kirkja verið. Þar hafa
menn til skamms tíma fundið mannabein í melbakkanum
vestan við túnið syðst. Sjónarvottar hafa sagt mér af
beinunum. En Víðidalsá fellur þar að bakkanum og brýtur
arlega af honum, meira og minna. Fjalabrot hafa og sést
þar, og það hefur mér sagt Þorsteinn Þórðarson frá Mörk
1 Laxárdal, þaulkunnugur maður og athugull, að hann
hefði opt séð mannabein þar í melnum og við ána, og fyrir
hérumbil 30—40 árum hefðu fúin fjalabrot staðið út úr
uælbakkanum, einkum eftir leysingar. Það hefði hann séð
einu sinni eða tvisvar. Sami maður sagði mér og frá því,
að Erlendur (fór til Ameríku fyrir allmörgum árum),
s°uur Guðmundar bónda á Mörk, hefði eitt sinn verið á