Saga - 1969, Blaðsíða 149
UNDANÞÁGUR FRÁ BANNI
145
B hdr. í Fagradal í BreiSdal.1 Síðarnefndu jörðina átti
Einar Ormsson, a. m. k. að hluta, en hin, Dísastaðir, hafði
á sínum tíma verið í kaupi Guðmundar Sigurðssonar
ásamt Fagradal, er hann gekk að eiga Guðnýju Þorsteins-
dóttur. Kaup þau gerðust árið 14512 og er ekki ósennilegt,
að jarðir þessar hafi fylgzt að, þegar þær yfirfærðust frá
Guðmundi Sigurðssyni til Einars Ormssonar, hvernig svo
sem það hefur orðið. Enn einn sona Einars Einarssonar,
Þorsteinn að nafni, sem gæti hafa borið nafn föður Sess-
elju, settist að á Austurlandi, en þangað fluttist Sesselja,
er hún giftist í annað sinn.
Það liggur í augum uppi, að Einar Einarsson hefur
fæðzt eftir lát föður síns, 1470 eða 1471, og borið nafn
hans, og væntanlega er hann hið eina barn Sesselju og
hans, sem upp komst. Hann hefur engan arf hlotið eftir
föður sinn, en löggjafir gat móðir hans gefið honum, enda
uiæg'ðist liann eftir ætt sinni og átti fyrst Þrúði Benedikts-
dóttur í Vík í Skagafirði Magnússonar, ekkju Jóns lög-
réttumanns á Laugum í Reykjadal Arngrímssonar, og síð-
ar Unu Finnbogadóttur á Grund í Svarfaðardal Jónssonar
Finnbogasonar gamla í Ási í Kelduhverfi Jónssonar langs.
Einar Einarsson átti a. m. k. 5 syni, og á sennilega fjölda
niðja, einkum í Þingeyjar- og Múlasýslum, þótt ekki verði
nú rakið með vissu til nútímamanna.3
Einar Ormsson og Þorleifur Björnsson voru á mjög
1 D. I. XI, bls. 266—267.
2 D. I. V, bls. 87—88.
3 I Lögréttumannatali, 1952—1955, bls. 100 og 599, er Einar Einars-
son ekki ættfærður, og var mér þá ekki kunnugt um faðerni hans.
Sama er um ritgerðina „Skilgreining á Jónunum tveimur sonum Finn-
t’oga gamla í Ási i Kelduhverfi" i Afmælisriti helguðu dr. Ólafi Lár-
ussyni, prófessor, 1955, bls. 69 og 78 nm. ■— Það, sem á þessum stöðum
segir um samband þessa Einars við Sigriði Þórarinsdóttur, var til-
&áta, en er röng ályktun og á að falla niður. Miklar líkur eru hins
vegar fyrir þvi, að þar sé um annan kunnan Einar Einarsson að ræða,
'ögréttumann í Hegranesþingi, en ekki er rúm til að rökstyðja það hér.
10