Saga - 1969, Blaðsíða 240
236
FRÁ SÖGUFÉLAGINU
Skipulag'sbreytingar.
Sú skipulagsbreyting hefur orðið á útgáfu Sögufélagsins, að áskrif-
enclur þess eru ekki skyldir að kaupa allar útgáfubækur árlega.
Breytilegt verðlag hefur gert ómögulegt að einskorða útgáfu félags-
ins lengi við ákveðið árgjald. Stjórn félagsins hefur horfið að þvi
ráði að binda árgjaldið einungis við tímaritið Sögu. Aðrar útgáfu-
bækur þess geta áskrifendur tímaritsins keypt fyrir lágmarksverð.
Greinargerð um nokkrar þeirra er hér á næstu síðum.
Hin nýja skipan á útgáfumálum félagsins krefst breyttra starfs-
hátta við dreifingu og sölu bóka þess. Ekki er framar hægt að senda
áskrifendum útgáfubækurnar gegn póstkröfu, nema Sögu. Aðrar bæk-
ur verða menn að panta, en umboðsmenn félagsins eru fáir enn sem
kornið er, og væri félaginu mikill fengur að fleiri umboðsmönnum-
Umboðsmenn Sögnfélagsins:
1 Reykjavík: Bókabúð Braga Brynjólfssonar, Hafnarrtr. 22, sími
15597 og skrifstofa Ragnars Jónssonar hrl., Hverfisg. 14, síml 17752.
1 Kópavogi: Sigurjón Hilaríusson kennari, Hjallabrekku 15, sími
42047.
1 Hafnarfirði: Björn Þorsteinsson kennari, Fögrukinn 26, sími 51136.
1 Vestmannaeyjum: Haraldur Guðnason bókavörður, Brekastíg 12,
simi 1489.
Á Akureyri: Gunnar E. Aðalsteinsson verkam., Rauðumýri 11, sími
12353.
Á Siglufiröi: Gísli Sigurðsson bókavörður, Bókhlaðan Gránugötu 24,
sími 71272.
ÚTGÁFA SÖGUFÉLAGSINS
Félagið leggur allt kapp á að Ijúka þeim stórvirkjum, sem hafa verið
of lengi á döfinni.
Alþingisbækur Islands, XI. bindi, er nýkomið út hjá félaginu, þeg"
ar þetta er skrifað, mikið rit og vandað. Handrit að XII. er þegar kom-
ið í prentsmiðjuna og verður væntanlega tilbúið næsta haust. Sögu-
félaginu er það mikið lán, að annar eins afreksmaður og Gunnar
Sveinsson skjalavörður skuli annast útgáfu Alþingisbókanna. Enn
munu sex bindi óútgefin. Útgáfan er félaginu fjárhagslega mjog
erfið, en við heitum á bók- og fróðleiksunnandi Islendinga að kaupa
þetta sígilda rit, sem ekki verður gefið út aftur næstu hundrað árin
og verður því dýrmætara sem lengra líður.
Landsyfirréttardómar og hæstaréttardómar í íslenzkum málum hafa
verið lengi á útgáfulista Sögufélagsins. Áttunda bindi kom út 1959, en
þá lagðist útgáfan niður, enda sala mjög dræm. Mikil nauðsyn er
því að Ijúka útgáfu þessara merku heimildarrita, og réðst Sögufélagi^
í að gefa út IX. bindi á þessu ári, en bókin var sett í Isafoldarprent-
smiðju árið 1965, og hafði blýið beðið prentunar í formunum í fjögui