Saga - 1969, Blaðsíða 169
„LAUNUNGARBRÉF" -Lo0
samdi hann svar sitt. Hafði hann þá eftir beiðni komið
áfram bréfum frá Valtý til annarra þingmanna, m. a.
Guðlaugs Guðmundssonar. Einnig hafði Valtýr óskað eftii
því, að Jón skrifaði Guðlaugi til að vinna hann hinni ný.iu
stefnu til stuðnings. En það hafði Jón leitt hjá sér, bfeði
vegna þess að hann áleit, að bréf Valtýs væri „fullfæit
að mæla með sjer sjálft“, og af því hann væri enn ekki
„fullráðinn", hvernig hann ætti sjálfur að taka í málið.
„Það er heldur ekki nein hætta á ferðum, því að hjer er um
launungarmál að ræða, sem þess vegna má byggja uppá,
Rð Guðl[augur] sýni nærgætni við, þóað að | sic] hann
ekki þykist geta verið því samþykkur."
Jón Jensson hefur fengið annað bréf með launungar-
bréfinu, þar sem Valtýr hefur gengið að því vísu, að þeir
væru sammála 1 stjórnarskrármálinu. Þessu svarar Jón
þannig, að þeir hafi reyndar líkar skoðanir „í ýmsu , en
Valtýr gangi of langt, þegar hann af fyrra bréfi Jóns
ályktar, að hann fallist á þá aðferð, sem Valtýr hefui
valið eða álitið nauðsynlega, eða að Jón svari játandi hin-
um tveimur spurningum launungarbréfsins.
Þrátt fyrir áðurnefnt hik var svar Jóns Jenssonar skýrt
og afdráttarlaust: „Jeg vil ekki og get ekki gefið þjer neitt
umboð til að semja9) við stjórnina um þetta mál, þannig
að nokkurri af þeim kröfum, sem gjörðar eru í þingsálykt-
unartillögunni [1895], sje sleppt eða látið ósinnt, og þar-
afleiðandi get jeg ekki og vil ekki lofa neinu um atkvæði
uiitt til stuðnings samningi á þeim grundvelli."
Hins vegar kveðst Jón Jensson þakklátur Valtý fyrii
tilraunir hans til að ,,teygja“ stjórnina til samkomulags
°g segist sjálfur hefði gert eins í hans sporum. „En jeg
hefði látið mjer nægja að reyna að sýna stjórninni frarn
ú> að nú er nauðsyn fyrir hana að gjöra eitthvaS til að
bæta stj órnarástandið, — að það er bein skylda hennar, ef
hún vill stjórn heita, þó ekki sje nema til að bæta úr
þeim praktisku agnúum sem eru á stjórnarfarinu, þó
hún me'ð öðrum orðum gjöri ekki t. d. annað en það, sem