Saga - 1969, Blaðsíða 186
182
ODD DIDRIKSEN
eigi fordæma slíkan ,opportunisma‘ fyrirfram, en spurn-
ingin er, hvort stefna Valtýs feli í sér nokkurn vinning,
hvort „vér stöndum betur að vígi, fáum betri fótfestu til
áframhaldandi baráttu", ef stefna hans verður fram-
kvæmd. Hér bendir Skúli Thoroddsen á, að Valtýs-ráð-
herrann í Kaupmannahöfn þýði það, að það vald, sem
fyrirfinnst í landinu, verði dregið úr landi, en það sé spor
í öfuga átt, jafnvel þó „landshöfðingjadæmið" sé án
ábyrgðar. Hvort þessi ráðherra verði nokkuð móttækilegri
fyrir kröfum um stjórnarskrárendurbætur, sé alls óvíst,
og hann spyr, hvort ekki sé líklegt, að t. d. Magnús Step-
hensen eða annar „dansklundaður danskur-íslendingur"
verði þessi nýi ráðherra. „Harla trúlegt." Og þar með væri
ekkert unnið með þessari stjórnarskrárbreytingu.20)
í athugasemdum Skúla Thoroddsens í Þjóðviljanum felst
ekki alveg neikvæð afstaða til stefnu Valtýs. Hann er ekki
móti ,opportunistiskri‘ pólitík eða tækifærisstefnu í sjálfu
sér, og viðhorf hans er ,pragmatiskt‘. Þrátt fyrir „gula
snepilinn"30) er hann samt hræddur um, að hinn sérstaki
ráðherra verði Magnús Stephensen eða einhver úr sama
sauðahúsinu, og það er sennilega höfuðástæðan fyrir
hiki hans að taka afstöðu til stefnu Valtýs.
Skúli og Valtýr höfðu þegar rætt þetta fyrirhugaða
stjórnarfyrirkomulag árið 1894, er Skúli var í Kaup-
mannahöfn, og skoðun Skúla var þá, að gagnslaust væri
að koma fram með slíkt frumvarp „pr. ,privat initiativ' á
þingi“, en annað mál væri, ef sérstakur íslenzkur ráðherra
mætti á Alþingi með frumvarp til þeirra stjórnarskrár-
breytinga, sem með þyrfti til þess, að hann gæti samið við
þingið og borið ábyrgð gjörða sinna. Þannig minnti að
minnsta kosti Skúla haustið 1896, að orð hans hefðu verið,
og hann var þá enn sömu skoðunar.31) í eiginlega svari
sínu við launungarbréfi Valtýs skrifar Skúli í lok október-
mánaðar: „I stuttu máli, mitt orð, sem þú getur reitt þig'
á, að ekki bregst, er þetta: Skipi stjórnin fyrir þing þig>
eða annan ærlegan og góðan dreng íslenzkan, sem eg veit,