Saga - 1969, Blaðsíða 110
106
ÓLAFUR EINARSSON
stofnun stéttarfélaga sem nauðsynleg skilyrði fyrir fram-
förum í atvinnumálum á Islandi.169
Áður hefur verið minnzt á grein frá málfundafélaginu
Vísi á ísafirði, sem birt var í Þjóðviljanum unga, þar sem
skorað var á verkamenn að stofna verkamannafélög í
hverjum kaupstað.170 Skrif íslenzkra blaða um verkalýðs-
hreyfingu og jafnaðarstefnuna hafa samkvæmt ofan-
greindu aukizt frá haustinu 1896 og blöðin byrjað að tengja
þessi mál við íslenzka staðhætti.
En það eru ekki eingöngu skrif blaðanna, sem athuga
þarf, þegar borið er saman umtal um verkalýðshreyfingu
og stofnun stéttarfélaga á Islandi. I íslenzkum bókmennt-
um kennir einnig nýrra grasa og kanna þarf áhrif þeirra
á stofnun íslenzkra stéttarsamtaka, þótt aðeins sé hægt
að benda á það í stuttu máli.
Um 1880 kemur fram ný skáldakynslóð, einkum með
„Verðandi-mönnunum". Þessi skáld höfðu kynnzt stefnu
Georgs Brandesar og þeim hræringum, er hún vakti í Dan-
mörku, auk realisma, sósíalisma og verkalýðshreyfingar,
er þá ruddu sér braut í Danmörku. Meðal þeirra íslend-
inga, er kynntust þessum nýju hreyfingum, voru Gestur
Pálsson, Einar Hjörleifsson, Hannes Hafstein, Einar Bene-
diktsson, Þorsteinn Erlingsson, Þorsteinn Gíslason og Skúli
Thoroddsen. Allir taka þeir að fást við blaðamennsku og
stjórnmál, er heim kemur, en sinna jafnframt skáldskap
nema Skúli. Raunsæisstefnan í bókmenntum tók vanda-
mál samtímans til umræðu og réðst á það, er miður fór
í þjóðfélaginu. íslendingar kynnast í smásögum Gests Páls-
sonar samúð hans með hinum undirokuðu og vægðarlausri
gagnrýni (social kritik). Islenzk stjórnmál snerust fyrst
og fremst um sjálfstæðismálið, og afstaðan til þess skipti
mönnum í flokka. En þessir menn ræða fleiri mál, og ber
þar hæst kröfuna um tækni- og félagslegar framfarir í
landinu. Þeir höfðu á Hafnarárunum getað fylgzt með
auknu starfi og áhrifum jafnaðarmanna og verkalýðs-
hreyfingar. En það tjáði lítt að gerast boðberar jafnaðar-