Saga - 1969, Blaðsíða 44
40
ÓLAFUR EINARSSON
laugur 0. Bjarnason, Jóhannes Vigfússon, Jón Hannesson,
Magnús Pétursson, Oddur Björnsson, Ólafur Ólafsson,
Stefán Pétursson, Stefán Runólfsson og Steinn Jónsson.
Þessir prentarar voru úr báðum prentsmiðjum bæjarins.
Auðsætt er, að það er fámennur flokkur manna, sem ríður
á vaðið við stofnun stéttarsamtaka á íslandi. 1 vel flestum
löndum eru það prentarar, sem stofna fyrstu stéttarfélög-
in, og liggja til þess margar ástæður. Hér á landi sóttu
margir prentarar menntun sína til Kaupmannahafnar. Þeir
voru víðlesnari en aðrir iðnaðarmenn og voru í náinni
snertingu við andlegar hræringar erlendis vegna starfs-
ins. Auk þess voru þeir aðeins á tveim vinnustöðum og því
auðveldara að ná samstöðu um félagsstofnun. Þegar
skyggnzt er eftir forystumanni þessa flokks, bendir flest
til Jóhannesar Vigfússonar, sem var yfirprentari í ísafold-
arprentsmiðju 1886—88, en þá fluttist hann til ísafjarðar
og varð þar einn af stofnendum Bæjarbókasafns ísafjarð-
ar. Hann fluttist til Vesturheims árið 1893 og dó þar.
Hann átti sæti í fyrstu ritnefnd Prentarans og ritar þar
fyrstu greinina, sem fjallar um markmið félagsins. Ágúst
Sigurðsson prentari segir í afmælisviðtali í Prentaranum
1933: „Ég man líka eftir einum manni þar, sem mér þótti
afar-einkennilegur, og það var Jóhannes Vigfússon. Ekki
man ég, hvaðan hann var ættaður, en það vissi ég um
hann, að hann hafði einhvern tíma verið í Kaupmanna-
höfn“.23 Ekki er ólíklegt, að Jóhannes hafi á Hafnarárum
sínum tekið þátt í starfsemi stéttarfélaga, því fyrrnefnd
grein ber vitni um, að hann er fróður um blaðaútgáfu
prentara erlendis. Þar segir hann:
„I útlöndum, þar sem hundruð prentara eru fleiri tals-
ins en einstaklingar þeirra hér á landi, eru slík blöð prent-
uð, en hér eru engin tök á því, vér erum alltof fámennur
flokkur til þess“.2G
Auk handskrifaða blaðsins kom félagið sér upp bókasafni
og lesstofu. Jóhannes bendir á í grein sinni, að slík starf-
semi sé engin nýlunda og að mjór sé mikils vísir. Ilann