Saga - 1969, Blaðsíða 178
m
ÓDÖ DÍDRIKSEiJNÍ
það hafi nú „raunalega" komið fram. Hann getur svars
Guðlaugs Guðmundssonar í „Isafold", upplestrar bréfsins
á pólitískum fundi í Eyjaíirði, — „segir sagan, að B[ene-
dikt] Sv[einsson] hafi róið þar undir,“ og meðferðar
„Dagskrár“ á málinu. Hann notar hörð orð um allt þetta.
„Orðrómurinn eignar B[enedikt] Sv[einssyni] og Jóni
í Múla afrek þetta; Kl[emens] J[ónsson] á að hafa
verið tregur, en brostið kjark til að setja sig á móti af
alefli. Ekki veit jeg sönnur á þessu.“ A'ðferð þessi finnst
honum „ekki drengileg og þingmönnum óverðug“. Þeir
gátu skammað Valtý „privat“, en það var „siðferðislega
rangt að ljósta leyfislaust upp trúnaðarmáli". Honum er
gramt í geði út af þessu og finnst, að þessir „ódrengir"
hafi sett blett á þingmenn landsins og unnið „óheiðarlegt
verk“.
Hvað efni bréfsins snertir, efast hann ekki um, að Val-
týr viti rétt, „hvernig sjálfstjórnarmál okkar horfir við
Dönum, hinu danska þingi og stjórn“. Einnig er hann
samdóma Valtý um það, áð engar líkur séu til, að „fyllstu
sjálfstjórnarkröfur okkar verði viðurkenndar rjettmætar,
að því er til Dana kemur, í háa herrans tíð“. En hins vegar
ber að gæta þess, að „undanskilning vorra sjerstöku mála
undan afskiptum hins danska ríkisráðs og innlend stjórn
þeirra mála með ábyrgð fyrir alþingi er sú basis, sem
allt málið hvílir á, og að þessi atriði eru svo samgróin
pólitiskri sjálfsmeðvitund þjóðarinnar, að hún mun aldrei
geta skilið þau við sig“. „Spurningin er um form og fyrir-
komulag, áðstöðu og veg til þess að ná þessu takmarki, en
ekki um að sleppa þessum kröfum eða markmiði um lengri
nje skemmri tíma . . . Það, sem stjórnin samkv. þínu brjefi
vill gefa kost á, virðist mjer svo lítið og óverulegt, að ekki
geti komið til mála, að nokkur þingmaður vilji gjöra sig
ánægðan með „fyrst um sinn“ og lofa fyrir fram að greiða
því atkvæði sitt.“
Aðalatriðið í því fyrirkomulagi, sem gert er ráð fyrb'
í bréfi Valtýs, — sérstakur ráðherra, sem mætir á Alþingb