Saga - 1969, Blaðsíða 160
156
EINAR BJARNASON
er vitmið til bannsakabréfs Jóns erkibiskups, sem bannar
allan hjúskap, sem nær meir en að fimmta manni í aðra
hvora ættkvísl.1 Bjarni og Sigríður voru í fjórmennings-
frændsemi á þenna hátt:
Vigfús hirðstjóri ívarsson
fvar
Bjarni
nJn.
I
Bjarni Narfason
Margrét
Ragnhildur
Ragnhildur
Sigríður Bj örnsdóttir
Nærri má geta, að þau hafi vitað meinbugina á hjóna-
bandinu, en væntanlega átti að hætta á þessa sambúð í
trausti þess, a'ð undanþága fengist.
Þau voru skilin með dómi, Finnur Arnórsson og Sig-
ríður Björnsdóttir, og er svo að sjá sem þau Bjarni og
hún hafi síðan búið saman sem hjón væri, en hjúskapar-
leyfi sézt ekki að Ögmundur biskup hafi gefið. Að Bjarni
hefur talið Sigríði eiginkonu sína, sézt af dómi Orms lög-
manns Sturlusonar, sem gekk 15. sept. 1548 í Holti í
önundarfirði,2 og eftir að slakað var á kröfum kirkjunn-
ar við siðaskiptin, ætti hjúskaparleyfi, sem skapaði skil-
getningarrétt, að hafa legið laust fyrir. Samt sem áður,
e. t. v. einungis til öryggis, ættlei'ðir og arfleiðir Sigríður
börn sín og Bjarna, Björn, Torfa, Þorleif og Guðrúnu, með
samþykki systra sinna, sem þá voru næstu erfingjar henn-
ar, ef börn hennar teldust ekki skilgetin.3
9. nóvember 1523, í Skálholti, gengur dómur kvaddur af
1 D. I. IX, 130—131.
2 D. I. XI, 665—666.
3 D. I. XIII, 419—420 og 434—435.