Saga - 1969, Blaðsíða 191
„LAUNUNGARBRÉF'
187
Þrátt fyrir þetta vill Hallgrímur Sveinsson ekki hafna
umsvifalaust þeim boðum, sem kynnu að koma frá stjórn-
inni. „I sjálfu sér hygg eg, að nokku8Si) væri unnið með
því að fá sérstakan ráðgjafa, sem væri íslendingur, sæti
á þingi og bæri ábyrgð allra stjórnarathafna fyrir al-
þingi, þó hann væri ekki búsettur hér. Væri þessi maður
ötull, einlæglega þjóðhollur og tilkomumikill, tel eg senni-
legt, að hann mundi fá ýmsu framgengt, sem til gagns mætti
verða, og smám saman geta áunnið nokkuð í þá átt, að
í’éttari og heilbrigðari skoðanir kæmust að á málum vor-
um hjá ráðandi mönnum í Danmörku. . . . En, eru góð völ
nú sem stendur á vel hæfum manni í þessa stöðu? Og ef
valið færi illa, gæti þá ekki ef til vill svo farið, áð ógagnið
yrði fullt svo mikið sem gagnið? Og þó nú maðurinn væri
vel dugandi, þá er eg engan veginn óhræddur við það, að
hann, sem sæti máske optast í Khöfn, drægi framkvæmd-
arvaldið að ýmsu leyti út úr landinu, meira en nú er eða,
réttara sagt, meira en við óskum eptir. Eg vildi óska þess,
að úr því að þér á annað borð eruð búinn að brjóta nokkuð
isinn með samningatilraunir við stjórn okkar og eigið færi
a að koma orðum við hana, þá mætti yður takast að fá hana
til að rífka boð sín sem bezt, helzt í þá átt að girða fyrir
það, að aðalframkvæmdarvaldið drægist út úr landinu, svo
með því, að ráðgjafinn dveldi hér töluvert fyrir utan þing-
tímann, ef það fengist ekki, að hann væri hér búsettur eða
að ráðgjafar væru fleiri en einn, svo að ávallt væri ráðgjafi
hér, þótt annar væri við hlið konungs."
Um afstöðu þingmanna virðist Hallgrími Sveinssyni
>»bágt“ að vita. Nokkrir verða ákafir og vilja ekki ,,slá neinu
stórvægilegu af tillögukröfunum", en flestir munu fúsir til
samkomulags, „ef boðin frá stjórninni yrðu ekki mjög
órífleg"; „í því efni gæti það að minni ætlun varðað miklu
að skora sem fastast á stjórnina að fæla menn ekki frá
samkomulagi með því að skera um of boðin við neglur sér.“
S.iálfur skoðar hann „tillögu-skilyrðin“ frá 1895 „alls ekki
sem neitt ultimatum frá Islands hálfu“, og hann væri „til-