Saga - 1969, Blaðsíða 162
Einar bjarnason
m
felli í Eyjafirði 8. júní 1545, er hann kvittar Finnboga
Einarsson og Þuríði Þorgrímsdóttur um barnsektir og leyf-
ir þeim hjúskap, „sakir þess að þau eiga mörg börn til
samans“. Jón biskup gefur leyfi sitt „af því biskupslegu
valdi, sem vér höfum, svo og af því legátavaldi, sem oss
hefur veitt herra Ólafur erkibiskup í Þrándheimi".
Ekki eru nú kunnar aðrar undanþágur, sem þeir hafa
gefið Ögmundur biskup og Jón biskup, en þær kunna auð-
vitað að hafa verið fleiri. Báðir vitna þeir til valds þess,
sem Ólafur erkibiskup í Þrándheimi hafði veitt í þessum
efnum, og jafngilti erkibiskupsvaldi. Allar hinar kunnu
undanþágur hafa það sameiginlegt, að erkibiskupsheim-
ild var fyrir þeim, og það virðist einmitt vera það vald,
sem úrslit hefur verið talið hafa hér á landi, en páfabréf
ein, gefin út af umboðsmönnum páfa, hafa e. t. v. verið
talin ótrygg ein út af fyrir sig, og e. t. v. auðfengnari en
bréf erkibiskupsins yfir íslandi, sem var miklu kunnugri
íslenzkum málum en Suður-Evrópumenn og persónulega
var kunnugur íslenzkum kirkjumálsvörum.
f hinni nýju kirkjuskipan, sem gefin var út 1541 og
Gizur biskup framkvæmdi í Skálholtsbiskupsdæmi, sagði:
„Enn héðan í frá skal ekki binda neitt hjónaband í þriðja
lið“ og verður ekki séð hvort átt er við frændsemi eina eða
einnig mægðir, en auðvitað var þá fjórmenningum heim-
ilaður hjúskapur. Hér rýmkáðist svo, að þeir sem ekki
hefðu getað fengið hjúskaparleyfi í Hólabiskupsdæmi
vegna fjórmenningsfrændsemi eða mægða, gátu fengið það
í Skálholtsbiskupsdæmi. Þessi þróun hefur sennilega haft
þau áhrif, áð Jón biskup hefur orðið eftirlátssamari í þess-
um efnum en hann kynni annars að hafa orðið.
Rétt er að skiljast ekki við þetta mál nema að greina
frá því, að á Alþingi 1552 var samþykkt, að þeir, sem
fjórmenningar væru að frændsemi eða væri í fjórmenn-
ingsmægðum mætti að frjálsu þaðan frá ganga í hjóna-
band og börn þeirra vera skilgetin og réttilega til arfs