Saga - 1969, Blaðsíða 192
188
ODD DIDRIKSEN
leiðanlegur til að modificera þær kröfur meira eða minna
eptir ástæðunum, ef töluvert gæti áunnizt".
Hallgrímur Sveinsson segir Valtý, að hann hafi talað
við „nokkra“ þingmenn, „svo sem“ Tryggva Gunnarsson,
Jón Jensson og Þórhall Bjarnarson, og hvatt þá til að svara
bréfi hans. Fyrir löngu talaði hann einnig við Kristján
Jónsson „allítarlega" um málið. Hins vegar hefur hann
ekki rætt málið við Árna Thorsteinsson, landfógeta og kon-
ungkjörinn þingmann, og Lárus E. Sveinbjörnsson, dóm-
stjóra og konungkjörinn þingmann, og álítur það ekki til
neins, því hann geti varla komið þeim til að svara, hafi
þeir ekki þegar gert það eða ætlað sér að gera það. Ekki
hefur hann heldur álitið „til neins gagns“ að reyna að
koma á fundarhaldi, af því hann hefði „enga von um að
komast að samhuga niðurstöðu ,á þessu stigi málsins' “.
Eftir tilmælum Valtýs hefur Hallgrímur Sveinsson sýnt
mági sínum, Birni Jónssyni ritstjóra ,,lsafoldar“, síðara
bréf Valtýs, „en hann er veikrar vonar um, að það fyrir-
komulag, sem þér haldið fram og teljið fáanlegt, muni
koma að haldi“. „Hann hyggur betra að bíða betri tíma
og væntanlegri betri boða, ef veruleg breyting yrði á
stjórn í Danmörku, heldur en að taka því, sem nú er í
boði.“
1 lok bréfs síns segist Hallgrímur Sveinsson halda, „að
í rauninni sé sú ósk töluvert rík hjá meginþorra þjóðar-
innar að þurfa ekki til lengdar að liggja í þessu stjórnar-
bótarþrasi, heldur að það mál gæti hvílt sig um sinn, ef
ekki reynist unnt að skipa því með samningum á viðun-
anlegan hátt“. „En eg kvíði fyrir að sitja á þingi að
sumri, ef engin góð orð og gegnileg verða þangað send af
stjórnarinnar hálfu sem svar uppá þingsályktunartillög-
una.“35)
Sérlega jákvætt gat Valtýr varla túlkað svar þetta, þótt
það gæfi honum e. t. v. tilefni til að vonast eftir að geta
smámsaman unnið Hallgrím Sveinsson, sem lýsti sig
fylgjandi ,opportunistiskri‘ pólitík og vildi helzt verða