Saga - 1969, Blaðsíða 173
„LAUNUNGARBRÉF"
169
enda þótt stjórnin væri mótfallin breytingu Alþingis á
stjói’narskránni.12) Sjálfur áleit Jón Jensson, að „með
stjórnarbreytingu til batnaðar“ ætti þetta ákvæði 61. grein-
ar „að sjálfsögðu að falla burtu sem önnur incuria og
meiningarleysa". Hugmyndin um nefndarskipun líkar hon-
um ekki, af því að hún gerði ráð fyrir samningum við
ríkisþingmenn eða menn kosna af Ríkisþinginu, en það
hefur „ekkert með okkar mál að gjöra“. Sú hætta væri
einnig falin í þeirri aðferð, að niðurstaðan af nefndar-
samningum yrði „enn óhreifanlegri eða óbreytilegri“ en
sú, sem kæmi út úr samningum milli þings og stjórnar.
Loks var hann hræddur um, að ekki mundi takast að kjósa
í nefndina nógu hæfa menn af íslands hálfu „á móti hin-
um, þaulæfðum politikusum með Nellemann í broddi fylk-
ingar“.13)
Enda þótt Jón Jensson væri enn ófús til að binda sig til
að greiða atkvæði með stjórnartilboði þess efnis, sem Val-
týr hafði lýst, virtist Valtýr eftir marzbréfi Jóns samt geta
haft góða von um, að Jón Jensson yrði honum fylgjandi í
stjórnarskrármálinu, þegar til kæmi.
I júní 1896 sendi presturinn að Stafafelli, Jón Jónsson,
þingmaður Austur-Skaftfellinga, svar sitt og veitti Valtý
fullan stuðning í samningum hans við stjórnina. Ef stjórn-
in kemur fram með bóð þau, sem Valtýr lýsir í bréfi sínu,
álítur hann, að „reynandi væri að ganga að þeim fyrst um
sinn, án þess að gefa upp réttarkröfur vorar, og vildi eg
með atkvæði mínu styðja yðar mál“. Reyndar álítur hann
tilboðið engan veginn fullnægjandi „til lengdar“, því það
sé rétt, eins og Einar Hjörleifsson og aðrir hafa haldið
fram, að „hér vanti einkanlega öfluga innlenda stjórn til
að undirbúa nýjar framfaratilraunir og standa fyrir
þeim“, en það gæti verið „spor í áttina“. Hann bætir við,
að hann viti ekki, hvernig öðrum þingmönnum „af okkar
flokki“, þ. e. flokki „tillögumanna" á Alþingi 1895, muni
Sefið um tilboðið, en hann grunar, að „þeir verði varla