Saga - 1969, Blaðsíða 172
168
ODD DIDRIKSEN
ekki árangur, og þeir yrðu þá „hlægilegir". „Jeg ætla
mjer ekki áð ganga þessa Ben.leið, hvernig sem fer, —
svo hugsa jeg nú að minnsta kosti . . .“ Nægileg vörn fyrir
„tillöguna" er, að hún var ekki „frumvarpsleiðin vitlausa",
og hún hefur að minnsta kosti ekki gert neinn skaða.
„Hlægilegir verðum við þess vegna heldur ekki. Jeg er
yfir höfuð alveg rólegur og bíð átekta.“ En hann biður
Valtý að halda sér „a jour".31)
Greinilegt virðist af þessu bréfi, að Jón Jensson hafi
grunað, að stjórninni væri ekki full alvara með þau boð,
sem Valtýr miðlaði, og getur þáð skýrt enn betur hikandi
afstöðu hans.
í marz 1897 skrifar Jón Jensson Valtý, að hann hafi
reynt að komast að raun um afstöðu þeirra þingmanna,
sem búa í Reykjavík, en hann hafi ekki orðið „að neinu
fróðari" en áður. „Þeir eru allir meira og minna óákveðn-
ir . . . en það er auðheyrt á þeim öllum, að mjer skildist,
að þeir vilji eða hafi freistingu til að taka hverju ærlega
meintu tilboði frá stjórninni, sem bezt að unnt væri.“
Valtýr hefur borið undir hann spurninguna um það,
hvor kosturinn væri ákj ósanlegri: „stjórnarfrumv[arp]“
um sérstakan íslenzkan ráðherra eða skipun samninga-
nefndar í málinu, og Jón er ekki í minnsta vafa um, að
fyrri kosturinn sé betri, „þótt jeg vilji hugsa mig enn
vel um, hvort jeg mundi gefa því mitt atkvæði". Hann
bætir því við, að hann ætli helzt, að „menn myndu kynoka
sjer við að hafna því með öllu“. En margir munu hugsa
um þingsetu sína, sem yrði í hættu, ef frumvarp yrði sam-
þykkt. Hann álítur einnig, að þingmönnum muni ekki líka
breytingin á 61. grein stjórnarskrárinnar, sem var skil-
yrði stjórnarinnar fyrir stjórnarbót. Gert var ráð fyrir,
að greininni yrði breytt þannig, að Alþingi yrði því aðeins
rofið við stjórnarskrárbreytingu samþykkta á Alþingi,
að stjórnin væri henni samþykk, en gagnstætt samsvar-
andi ákvæði dönsku grundvallarlaganna gerði stjórnar-
skráin frá 1874 ráð fyrir þingrofi og nýjum kosningum,