Saga - 1969, Blaðsíða 88
84
ÓLAFUR EINARSSON
í þessum félögum skyldu vera bæði sveinar og meist-
arar, enda voru flestar kröfur félaganna hagur allra, er
a'ð iðngreininni unnu. Það fór þó fyrst og fremst eftir
félagsþroska og aðstæðum í hverri iðngrein, hve mörg
verkefni félögin tóku sér fyrir hendur. Einnig eru heim-
ildir um sum félögin af svo skornum skammti, að erfitt
er að sjá, hve víðtækt verksvið þeirra var.
Reykjavíkurblöðin skýra frá því í ársbyrjun 1899, að
skósmiðir í bænum hafi gert með sér samtök „um nýár-
ið“127 til að koma í veg fyrir lánsverzlun, er ógnað hafði
atvinnu margra skósmiða. Þó veita þeir nokkrar undan-
tekningar frá lánsbanninu, en brot á reglum þessum, sem
giltu í eitt ár, vörðuðu sektum. Sektarféð rann í félagssj ó'ð
og til þess manns, er ljóstraði upp um brotið, og var mál
hins seka rætt á félagsfundi. Litlu fleira er vitað um þetta
félag, en í nóvember 1898 hafði birzt frétt í Dagskrá á
þá leið, að skósmíðanemar hefðu stofnað félagsskap, en í
hvaða tilgangi var ekki ljóst. Meistarar höfðu skotið á
fundi um málið, og ritstjóri blaðsins lét fylgja, að „það
nálgast smám saman þeir tímar, áð menn hætta að bauka
hver í sínu horni“.128 Þetta félag auglýsti síðan fasta
fundi á sunnudögum, og nefndist það Skósmíðanemenda-
félagið Lukkuvonin, og getur það talizt fyrsta iðnnema-
félag hér á landi.
Járnsmiðir í Reykjavík stofnuðu félag, sem þeir kölluðu
sín á milli „Bandalagið Framsókn“. Þeir hófu að auglýsa
fundi í nóvember129 árið 1898, en formlega var félagið
stofnað og lög samþykkt 7. febrúar 1899, og var það nefnt
„Járnsmiðafélag Reykjavíkur“130 Verkefni þess var að
efla samvinnu járnsmiða, setja verðlista, annast sameigin-
leg innkaup, semja vi'ð kaupendur, takmarka námspilta-
fjölda o. fl. Þeir auglýstu í ísafold,131 að öll vinna yrði
10% dýrari eftir kl. 8 síðdegis. Aðalforystumenn félags-
ins voru Kristján Kristjánsson, Ólafur Þórðarson og Helgi
Magnússon seinna kaupmaður. Félagið varð aldrei öflugt,
því að fjöldi járnsmiða stóð utan þess, og undirbuðu þeir