Saga - 1969, Blaðsíða 188
184
ODD DIDRIKSEN
valdið í sinni núverandi mynd sé það, sem fyrst af öllu
þarf að breytast, hvað sem öðru líður, og að ráðherrann
þurfi að geta samið persónulega við þingið.“
Allt þetta og svo „staðfestu- og þrekleysi þjóðarinnar"
í stjórnarskrármálinu, „sem í eðli sínu er afleiðing af hin-
um ,demoraliserandi‘ áhrifum landshöfðingjavaldsins",
getur gert hann að „opportunista“. Hins vegar fer þessi
stjórnarskrárbreyting svo stutt og er „svo fjarlæg því
stjórnarástandi, sem vér þurfum og höfum krafizt", að
hann vill ekki „ljá fylgi“ sitt til hennar, nema hann fái
vissu fyrir, að hún verði til gagns strax, þannig að landið
fái ráðherra, sem „af alvöru og einlægni vill undirbúa og
starfa að „praktiskum reformum“, sérstaklega í sam-
göngu- og atvinnumálum . . .“. En væri hætta á því, að
það yrði Magnús Stephensen eða einhver af hans „klíku“,
þá yrði „bótin lítil í bráð“, og „vér getum eins vel þæft
upp á gamla móðinn“. Þess í stað mætti reyna bæði innan-
lands og erlendis að vekja „rammarj ,agitationir‘ fyrir
,radikalri‘ stjórnarskrárbreytingu eða enda fyrir aðskiln-
aði íslands og Danmerkur".
„Þú verður líka að gæta þess,“ heldur Skúli áfram sín-
um hugleiðingum, „að þar sem þú t. d. sem sérstakur ráð-
herra væri handviss (og það játaði sjálfur Ben| idikt]
Sv[einsson] við mig í sumar) áð hafa stjórnarskrárbreyt-
inguna fram, þá eru ,chancerne‘ mun verri, ef ráðherrann
er fyrst skipaður eptir á, því að þá er vel til, að ýms öfl,
t. d. fyrir tilstilli landsh[öfðingja], spyrni á móti, sem eigi
þora að beita sér, ef þingið stendur frammi fyrir ,factum‘,
að ráðherrann er skipaður.“
Frá SiguÆ Stefánssyni í Vigur gat Skúli borið Valtý
þá kveðju, að „hann meti mikils þinn góða vilja og ein-
lægu viðleitni, en kveðst ekki vilja binda atkvæði sitt fyrii’
fram“. „Þetta er han ,officiella‘ svar. — En annars held
eg, eptir tali hans, að hann verði breytingunni fremur
hlynntur, ef hún kemur fram í því formi, sem eg áður
hefi ávikið.“