Saga - 1969, Blaðsíða 231
HÍTFREGNÍR
227
nokkur dæmi skulu tekin úr: Á bls. 39-Á2 er lóðarmælingarbréf
R-eykjavíkurkaupstaðar frá 12. febrúar 1787. 1 fyrstu línu þess kemur
fyrir skammstöfunin Kongel. Majts. og hefir siðari hluti hennar verið
fesinn sem Majis. Síðar, eða i 1. lið c, er skammstöfunin qvF: en F
verið mislesið sem dt, svo að skammstöfun þessi hefir prentazt qvdt.
Ekki skal reynt að ráða i það, hvernig sú skammstöfun hefir verið
skilin en aðeins bent á það, að orðið qvadrat Favne, sem hin rétta
skammstöfun táknar, kemur oftar en einu sinni fyrir í skjalinu, og
hefði mönnum ekki átt að verða skotaskuld úr að átta sig á henni,
enda líka umrætt F skýrt skrifað. 1 3. lið, sem fjallar um örfirisey,
hefir svo orðið ustriidigen verið lesið sem ostvendigen.
Við athugun á öðru skjali, langtum yngra, eða fundargerð borg-
arafundar í Reykjavík 25. júli 1833 (bls. 294) koma eftirtaldar villur
i ljós: Orðið Ophævelse er á tveimur stöðum mislesið sem Ophorelse.
f stað orðsins med stendur orðið mod í setningunni, „at der indgaaes
hied en Forestilling til det Kongelige Rentekammer . . .“. Þá hefir
orðið Indskrænkning fengið á sig viðskeyttan greini. Á öðrum stað
kemur hér fyrir i frumskjalinu orðið Indskrænkelse, en því hefir í
Prentaða textanum verið breytt í Indskrænkning og hefir prentazt
fndskrækning.
Á bls. 313 stendur í inngangi lóðarmælingarskjals frá 28. júli 1835
* annarri línu: „ . . sonder for Dyrelæge T. Finbogesens Vaanings-
huus . . í stað þess að i frumskjalinu stendur „sonden for“, eins og
vera ber, og hefir þetta raunar verið prentað rétt 5 línum síðar í
textanum.
1 innganginum (bls. XXVII) er getið þriggja danskra orðabóka, sem
hotaðar hafi verið við orðskýringar, og hefir eftir þvi að dæma ekkert
verið stuðzt við þá danska orðabók, sem er tvímælalaust sú fullkomn-
asta og kennd er við Verner Dahlerup. Ekki mun það þó vera orsök
bess, að sumar orðskýringarnar hafa tekizt miður en skyldi, þar eð
Uln fleiri en dönsk orð er að ræða. I byrjun 1. greinar kaupstaðatil-
skipunarinnar segir i danska textanum: „Alle Kristelige Religions-
Eorvante maae i disse Kiobstæder nyde fuldkommen Tolerance . . “
Orðið forvant er aðallega notað um skyldleika, venzl, trúarleg tengsl
°- Þ- h. Neðanmáls, á bls. 35, er þetta orð hins vegar sett i samband
Y'h lýsingarorðið forvænt, sem þýðir spilltur af dekri, hóglífi o. s. frv.
bls. 96 kemur fyrirsögnin fournere, sem er dönsk afbökun af
frönsku sögninni fournir og þýðir að birgja að nauðsynjum o. s. frv.
heðanmálsskýringu segir hins vegar orðrétt: „Fournere úr frönsku:
fournagere, þ. e. byrgja með grænmeti eða heyi“. Ætla má, að hér
standi byrgja í stað birgja og átt sé við sögnina fourrager, sem þýðir
'h- a. að fóðra skepnur.
1 iungangi (bls. XIX) segir, að leitazt hafi verið við að fylgja staf-
°S Sreinarmerkjasetningu handrita. Þetta hefir þó ekki tekizt eins vel
°S skyldi, og skal bent hér á nokkur atriði. 1 venjulegri skrift hefir
anski bókstafurinn 0 löngum verið ritaður svipað íslenzku ó. Á hinn
óginn er hann aldrei prentaður þannig, heldur ávallt sem 0. Er það
vi alger undantekning frá öllum venjum að prenta hann sem ó, eins