Saga - 1969, Blaðsíða 207
BÆJANÖFN Á HRYGGJADAL
203
fólkið vissi þar auðn bæja fyrir norðan landið; völdu þeir
um jar’ðir sér til ábúðar, og er svo frá þeim komið margt
manna norðanlands. Eru þeir nú fjórða og svo fimmta
manni frá þeim ofan að telja, er nú lifa.“ . . . Tvær spurn-
ingar vakna, sem svara verður, áður en samsinnt eða and-
mælt er fullyrðingu Björns á Skarðsá, að Hryggjadalur
og Víðidalur hafi eyðzt í Plágunni 1495—96. í fyrsta lagi,
hvers vegna jarðirnar að undanteknum Stöpli og Hryggj-
um eru ekki nefndar í skrám Reynistaðarldausturs fyrir
Pláguna seinni, hafi þær verið byggðar fram að þeim
tíma, er hún geisaði. í öðru lagi, hvort jar'ðirnar, sem
uefndar eru í klausturskránum, séu taldar í bvggð um
Pláguna seinni eða ekki. Svarið við fyrri spurningunni
felst raunverulega í bréfinu. Bæirnir ónefndu hafa, gagn-
stætt nefndum lögbýlum, verið hjáleigur. Eru þess mörg
óæmi og sannanleg víða af landinu, að þeirra sé ekki get-
ið í eignaskrám, enda þótt byggðar hafi verið á þeim tíma,
er skrárnar voru gerðar. Verður því ekkert sannað um bú-
setu á hjáleigunum. Svar við síðari spurningunni má
finna í útdráttum úr eldri heimildum hér að framan. Þar
sést, að Hryggir eru nefndir í bygg'ð árið 1446, í síðustu
eignaskránni, sem varðveitt er frá því fyrir pláguna,
en Stöpull er í eyði. Ef orðalag Björns á Skarðsá er skilið
þannig, að hann eigi bókstaflega við, að öll býlin hafi verið
byggð fram að Plágunni seinni, en eyðzt þá, verður að
&era ráð fyrir endurbyggingu Stöpuls, eftir að skráin var
gerð, og bærinn hafi síðan lagzt af á ný í plágunni, sem
er ólíklegt. Þykir mér éðlilegra að skilja orðalag bréfsins
um eyðingu bæjanna svo, að þeir hafi allir að áliti bréf-
ritara a. m. k. einhvern tíma verið byggðir fyrir Pláguna
seinni, en aldrei eftir þann tíma fram á daga Björns,
uema Hryggir. Til frekari stuðnings orðalagsskilningi
mínUm skal bent á athugasemdina hér að framan við orða-
|ag Sigurðarregisturs 1525, fyrstu eignaskrána, sem nefn-
m Peynistaðarklaustursj arðir eftir pláguna, en þá hafa,
bh'yggir ekki ennþá byggzt og eru í eyði ásamt öllum