Saga - 1969, Blaðsíða 105
UPPHAF ISL. VERKALÝÐSHREYFINGAR 101
tímans, og birti Þjóðólfur fyrirlesturinn.155 Fyrirlesarinn
greindi frá áhrifum sósíalista á löggjöf og stjórn, t. d. í
Englandi og Þýzkalandi. Einnig lýsti hann lífskjörum
verkamanna og helztu kröfum þeirra og sagði t. d. frá
sjúkrasjóðum. Hið íslenzka Stúdentafélag hafði verið
stofnað 1871 og var eina umræðufélagið í Reykjavík, eftir
að fyrirrennari þess, Kvöldfélagið, lognaðist út af um 1874.
Þar voru margvísleg mál tekin til umræðu og ekki ólíklegt,
að verkamannamálið hafi borið þar á góma. Sama ár birtir
Þjóðólfur grein undir fyrirsögninni „Verkmannafélagið í
Rochdale". Hún fjallar um stofnun fyrsta kaupfélags í
Englandi og lítur á þennan atburð sem áfanga í baráttu
verkamanna og verkamannahreyfingar.156 Samvinnuhreyf-
ingin hafði þá einnig náð til íslands, og höfðu íslenzkir
bændur þar forystu, en ekki verkamenn. En hreyfingin
sem sprottin var af sama meiði, átti eftir að hafa áhrif á
íslenzka verkamenn og benda þeim á samtakaleiðina. Fjall-
konan bendir á þetta í frétt um samtök útvegsbænda í
árslok 1894: „Munu pöntunarfélögin hafa átt hvað mestan
þátt í því að glæða félagslyndi manna hér á landi á síðari
árum“.157
Árið 1894 skrifa blöðin öðru hvoru hvatningargreinar
um stofnun félaga til að bæta hag manna og auka fram-
farir. En annað mál er einnig ofarlega á baugi, „ástandið
í Bandaríkjunum". Gunnsteinn Eyjólfsson, skáld og tón-
skáld, er farið hafði til Vesturheims árið 1876, ritar um
þetta efni í Þjóðólf, og fjallar greinin aðallega um verk-
fall járnbrautaverkamanna. Hann bendir á erfiða aðstöðu
verkamanna og aukin völd auðmanna.158 Frímann B. And-
erson (Arngrímsson), raffræðingur, sem farið hafði vest-
ur 1876, en dvaldist í Reykjavík 1894—95, hélt fyrirlestur
í Reykjavík um Ameríku. Isafold skýrir frá erindinu og
segir hann hafa talað „lengst og mest um óöld þá, er nú
gengi yfir landið, atvinnuleysi og ánauð hins fátæka verka-
lýðs, er allt stafaði af einokunarharðstjórn hinna miklu
auðmanna og annari þjóðfélagsspillingu".159 Norður á
flmtsbókasafuið
4 fikureqri