Saga - 1969, Blaðsíða 184
180
ÖDD DIDRIKSEN
er vi'ð höfum, má vel nota, meðan menn hjer eru eigi meira
pólitisk þroskaðir, ef hún er teigð út í æsar okkur í vil,
eptir henni eigum við að hafa sjerstakann ráðgjafa, og
margar embættisveitingar ásamt fleyru [sic] má færa
inn í landið undir landshöfðinga [sic], án þess að brjóta
bág við hana.“ Þessi árangurslausa stjórnarskrárbarátta
er „einna mest framförum til hindrunar". Það er því skylda
stjórnarinnar að svara alþingissamþykktinni 1895 og’
„reyna að lipra til málið“.
Tryggvi Gunnarsson býst samt ekki við fullnægjandi
svari frá stjórninni, en það mundi árangurslaust fyrir
„miðlunarmenn" að búa til annað stjórnarskrárfrumvarp,
„því hvorki stjórn nje stjórnarskrármenn munu aðhyllast
það“. „Mjer virðist því næst liggja að reyna að verjast
því, að nokkurt stjórnskrárfrumvarp [sic] fari frá alþ.
næst, — ef stjórnin svarar engu, — og bíða við, þangað
til okkar góði konungur er komin [sic] til feðra sinna, því
jeg get ekki búist við, að hann felli sig við að skrifa undir
stjórnarskrá svo lagaða sem þeir áköfu heimta hjer.
Stjórnarskráin nú gildandi er eigi verra en svo, að við
hana má una nokkur ár í von um, að stjórnarfar Dana lag-
ist bráðlega.“2n)
Svar þetta samdi Tryggvi Gunnarsson upp úr miðjum
október, en hann var óánægður með það og sendi það ekki
til Valtýs fyrr en um miðjan desember „1 þeirri föstu von,
að þjer eptir ósk minni brennið þetta ónýta brjef
strax“.2G) Ekki mun Valtýr hafa verið minna óánægður
með bréfið en Tryggvi, því hann hafði væntanlega vonazt
eftir því, að Tryggvi Gunnarsson, sem hafði alltaf verið
andstæður endurskoðunarstefnu Benedikts Sveinssonar,
hefði nú gerzt fylgismaður stjórnarskrárbreytingar, sem
væri ekki aðeins stjórnarbót, eins og Tryggvi viðurkenndi,
heldur hefði einnig möguleika á að ná staðfestingu kon-
ungs. Þeir Tryggvi og Valtýr höfðu þar að auki orðið
nánast „flokksbræður" á Alþingi 1895, sem „tillögumenn“.
En Tryggvi Gunnarsson hafði aldrei sýnt nokkurn minnsta