Saga - 1969, Blaðsíða 236
232
RITFREGNIR
því þá ályktun, að einhver mistök hafi átt sér stað og honum hafi
ekki verið kunnugt um, að þessi setning stóð í bréfinu. Skýring Skúla
á þessu er að mínu áliti lítils virði, þar sem hún þá er lituð af við-
leitni á þingi til að hrekja landshöfðingja úr embætti , sbr. bls. 339 i
bók minni. Sjálfur vissi Skúli ekki frekar en aðrir, hvernig á þessu
undarlega fyrirbæri stóð, en þess má sjá merki annars staðar að
hann grunar, að einhverjir „tala fágurt. og smeðjulega í eyru lands-
höfðingja", sjá bls. 327 i bók minni. Þessi ábending Jóns er því gersam-
lega tilefnislaus.
(bls. 288) Það er að vísu rétt hjá Jóni, að Skúli bauðst til þess 22.
júlí að afhenda prentsmiðjuna, en þá með slíkum skilmálum, að Þor-
valdur læknir og hans menn, sem höfðu dóm I höndunum, gátu ekki
tekið mark á því. Ég tel því, að það sé óhaggað, sem ég sagði, að það
var ekki fyrr en 25. ágúst, sem hann bauðst raunverulega til að af-
henda hana.
(bls. 299) Vigurfólk kannast ekki við, að vísan hafi verið eftir sr.
Sigurð í Vigur. Bjarni í Vigur telur hana vera eftir Samson. Hitt get
ég ekki sagt um, hvort Jón hefur óyggjandi heimild fyrir því, að
presturinn sé höfundur. En mjög algengt er, að röngum mönnum séu
kenndar lausavisur.
(bls. 244—5) Hér er það rangt hjá Jóni, að vitnunum hafi borið
saman um, að þeir hafi verið komnir nokkurn spöl norður fyrir heið-
ina miðja. Pétur sagði, að þeir Sigurður og Salómon hefðu báðir farið
jafnlangt, „norður á miðja Klofningsheiði". Og um aðskilnað þeirra
sagði Pétur, að þegar Salomon hafði staðið upp í þriðja skipti, haf'
hann tekið upp húfu, sem hann hafði misst við byltuna, og snúið
heimleiðis án þess að kveðja neinn. Hér má vera, að vitnisburðum
beri ekki saman, en ég valdi að segja frá vitnisburði Pét.urs af Þvl’
að mér fannst hann vera greinarbeztur. Það er hreinn hégómi og
vitleysa hjá Jóni Guðnasyni að fara að tíunda þetta sem villu hja
Ég læt þetta nægja að sinni til að sýna, hve haldlitil tossalisla-
upptalning Jóns Guðnasonar er. Eftir eru eitthvað um tíu atriði. Suma'
af þeim aðfinnslum eru réttar, en aðrar ekki, en ég verð að láta hja
líða að svara þeim, af því að sumt tæki of mikið rúm að útskýra, oí
annað er það flókið, að ég yrði að eyða talsverðum tíma i að rýna a
ný ofan í plöggin á þjóðskjalasafninu.
En nú ætla ég, lítilfjörlegur leikmaður, að gefa Jóni svolitla inrl,
sýn i hans eigin vinnubrögð. Ég ætla að taka fyrir með sama ha?f
bók hans um Skúla Thoroddsen, sem út kom í fyrra; tek ég aðeins svo
litla stikkprufu, fyrstu 50 blaðsiðurnar, og hef ég ekki mátt vera a
þvi að setja bók hans beinlínis undir smásjá, heldur aðeins grip Þa ^
sem ég veitti athygli við hraðan yfirlestur. Látum þá byrja tosS<>
lista Jóns Guðnasonar:
1) Bls. 9, fyrstu lesmálssiðu bókarinnar, segir, að Jón Thoroddse^
hafi komið heim eftir nær óslitna 9 ára dvöl í Danmörku. Þetta
einkennilega til orða tekið, það var einmitt mjög sérstætt og óvenJ1