Saga - 1969, Blaðsíða 63
UPPHAF ISL. VERKALÝÐSHREYFINGAR 59
ness og Eyrarbakka voru fjölmennastir á síðasta tug ald-
arinnar. En það var í höfuðstað Austfjarða, Seyðisfirði,
sem mestu umbrotin voru á þessu tímabili.
Uppgangur Seyðisf jarðar hófst upp úr 1870, þegar Norð-
menn hófu síldveiðar fyrir Austfjörðum. Um 1880 settist
þar að norskur maður, Otto Wathne, og hóf umfangsmik-
inn atvinnurekstur með nýtízkusniði. Á Seyðisfirði skipt-
ist byggðin í þrennt, og voru bæjarhlutamir kallaðir á
Fjarðaröldu, á Vestdalseyri og á Búðareyri. Wathne hóf
atvinnurekstur sinn á Búðareyri og reisti þar söltunar-
stöð og lét gera bryggjur. Einnig hóf hann gufuskipaferð-
ir á milli Seyðisfjarðar og bæja í Noregi og til Kaup-
mannahafnar. Seyðisf j örður var því í beinu sambandi við
umheiminn,og þar settist að fjöldi Norðmanna. Bænum var
líkt við landnemabæi vestan hafs, því að verkafólk streymdi
einnig úr uppsveitum Austfjarða til Seyðisfjarðar, og
íbúatala óx mjög ört.67 fbúar Seyðisfjarðar og nágrennis
(þ. e. Dvergasteinssókn) voru árið 1840 aðeins 155.6 8 „Árið
1895 voru íbúar Seyðisfjarðar 581; árið eftir hafði þeim
fjölgað upp í 596, og 1897 voru þeir 628, — 337 konur og
291 karlar .... En árið 1900 eru íbúar Seyðisfjarðar orðnir
783, og þá hefur hann skotið bæði Akranesi og Eyrar-
bakka aftur fyrir sig. Það er athyglisvert og segir mikla
sögu, að þá eru karlar orðnir 431, en konur aðeins 352. Þessi
hlutfallsbreyting sýnir ört aðstreymi í vinnu,“69 Menn
höfðu fyrst og fremst atvinnu við sjávarútveg, verzlun og
nýjar byggingaframkvæmdir athafnamanna. AukWathnes
voru Stefán Th. Jónsson, Sigurður Johanssen o. fl. helztu
vinnuveitendur staðarins. Mikil ævintýramennska var í
þessum atvinnurekstri í bænum. Ljósasta dæmið er stofn-
un Garðarsfélagsins svonefnda, sem hóf undirbúning að
rnikilli útgerð, byggði nýja hafskipabryggju, íshús o. fl.
Framkvæmdir hófust, en skyndilega varð fyrirtækið gjald-
þi'ota, og Hollendingur, Hermann að nafni, sem verið
hafði framkvæmdastjóri Garðarsfélagsins, var rekinn frá
störfum. Fjármagnið í félaginu var erlent en í höndum