Saga - 1969, Blaðsíða 213
BÆJANÖFN Á HRYGGJADAL
209
á seinastnefndri jörð. Hjáleiga þessi þarf að kaupa beit
fyrir stórgripi sökum afstöðu hennar. Torfrista mj ög léleg
°g örðug, en rifhrís nægilegt fyrir heimilið. Hjáleiga þessi
álítst fær um að bera 2 kýr og hálfa, 24 ær, 25 sauði og
18 lömb, eður 10 hdr.“
Gvendarstaðir, sem legið höfðu í eyði öldum saman,
byggðust aftur. Engar heimildir geta þess nákvæmlega,
hvenær það varð, en hér skal reynt að komast eins nálægt
því og unnt er. f Lovsamling for Island34, segir svo í
j.Kongelig Resolution ang. Islands oeconomiske Forhold,
Pi’æmier m. v. . . . 10) tillade Vi allern., at Klosterholder
Widalin, for at have paa egen bekostning optaget og bebygt
5 Stykker öde Jorder, Reinestad Kloster tilhörende, maa
tillægges en Præmie af 20 Rd. for hvert Stykke af bemeldte
optagne öde Jorder, eller tilsammen 100 Rd., som af Vores
Kasse til ham udbetales, med de Vilkaar, at disse öde
Gaarders Optagelse ei alene bliver uden videre Bekostning
for Vores Kasse, men og at de for Eftertiden bestandig
holdes bebygte".
Þar sem þessi „Resolution" er frá 8. apríl 1782 má gera
i'að fyrir byggð sumarið áður. Lengra aftur verður ekki
4>akið með fullri vissu, en benda má á, að hafi Gvendar-
staðir ekki verið byggðir fyrir 1777, er sennilegast, að
þeir hefðu verið taldir með eyðibýlum í Ferðabók Olavius-
<u’> sbr. ívitnun hér að framan. Sé hér rétt til getið, hefur
■ioi’ðin því byggzt á tímabilinu 1766 (Jarðabók Skúla land-
^ógeta) og til þess er Olavius ferðaðist um Skagafjörð
somarið 1777.
Hryggir eru sú jörð, sem lengsta og samfelldasta byggð-
arsögu á af umræddum jörðum. Frá því að Jarðabók Árna
lagnússonar var gerð, er bærinn nefndur í byggð í öllum
eimildum, með áðurgreindum undantekningum á 19. öld,
Unz hann fer að lokum síðastur í eyði 1913, en þá lýkur
Vggðarsögu þessa landsvæðis.
14