Saga - 1969, Blaðsíða 196
Ið2
ÓDD DlDRÍKSÉN
Bjarnarsyni og Tryggva Gunnarssyni) eindregið neikvæð.
Annar hinna síðasttöldu þingmanna, Þórhallur Bjarnar-
son, var'ð samt „Valtýingur“ síðar, eins og reyndar Guð-
laugur Guðmundsson. Hina, sem svöruðu bréfinu, níu
talsins, gat Valtýr talið jákvæða með fyrirvara og nokk-
urn veginn örugga stuðningsmenn, þegar til kastanna
kæmi, þ. e. þegar málið kæmi til meðferðar á Alþingi. Einn-
ig átti það eftir að koma í ljós, að af þessum níu varð að-
eins einn, Guðjón Guðlaugsson, andstæðingur Valtýs á
Alþingi 1897.3ð)
Ekki náði Valtýr Guðmundsson þeim árangri með um-
burðarbréfi sínu, sem hann hafði vonazt eftir. Aðeins 12
samþingmenn hans, — 10 þjóðkjörnir og 2 konungkjörn-
ir, — tóku málaleitun hans vel, meira eða minna, en af
þeim urðu einir tveir við ósk hans um að lofa atkvæði
sínu fyrir fram. Hann fékk þannig ekki þann grundvöll
að standa á í viðræðum við Islandsráðherra, að hann gæti
fullkomlega sannfært hann um, að stjórnarbótin, sem í
boði var, næ'ði tilskildum meirihluta atkvæða á Alþingi.
Samt sem áður gaf einkum einn bréfritaranna Valtý
tilefni til bjartsýni, — Skúli Thoroddsen. Ef Valtýr fengi
Skúla með sér, — og svar Skúla gaf honum vafalaust á-
stæðu til að vænta þess, — stæði hann mjög sterkt á Al-
þingi, jafnvel þó honum tækist ekki að koma þar fram
1897 sem ráðherra með stjórnarbótina í hendi sér í formi
stjórnarfrumvarps, eins og bæði hann og Skúli helzt vildu.
Skúli var alla vega einn atkvæðamesti maður þingsins,
ekki sízt í stjórnarskrármálinu.
Svar Skúla Thoroddsens er eflaust forvitnilegast þeirra
svarbréfa, sem Valtýr fékk. Bæði þá og síðar hefur hin
„fræga kollvelta“ hans á Alþingi 1897, „hið stóra stökk“
yfir til Valtýs,40) verið mönnum meiri eða minni rá'ð-
gáta.41) Menn hafa gjarnan gefið þá skýringu á þessu, að
hatur Skúla á Magnúsi Stephensen, einkum þá vegna
„Skúlamálsins“, hafi ráðið þar mestu, og verið vantrúaðir,
þegar Skúli neitaði þessari staðhæfingu og hélt því fram,