Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Qupperneq 162
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 19(1–2)/2010162
Hvað ræðUr vali á námSSviði og HáSKÓla?
Tafla 3. Meðalvægi hvers þáttar í vali á námssviði meðal allra þátttakenda
og staðar- og fjarnema
Allir Staðarnemar Fjarnemar
μ ( σ / n ) μ ( σ / n ) μ ( σ / n ) p-gildi
Áhugi á námsgreininni 4,28 (1,11/344) 4,36 (0,99/154) 4,22 (1,20/188) 0,64
Fjölbreytni náms (sam-
bland bók-/starfsnáms) 3,07 (1,21/327) 3,07 (1,21/150) 3,07 (1,22/175) 0,97
Atvinnumöguleikar í
greininni 4,01 (1,03/340) 3,94 (1,01/154) 4,07 (1,04/184) 0,12
Tekjumöguleikar 2,96 (1,33/336) 2,66 (1,35/149) 3,18 (1,25/185) <0,001
Kynni af starfsgrein 3,42 (1,35/337) 3,13 (1,35/152) 3,66 (1,31/183) <0,001
Val félaga á námsgrein 1,64 (1,13/326) 1,47 (0,99/150) 1,80 (1,23/174) 0,02
Menntun (hefð) fjöl-
skyldu (foreldra/
systkina) 1,62 (1,14/326) 1,56 (1,05/149) 1,67 (1,22/175) 0,75
Sjónarmið fjölskyldu
(maka/foreldra) 1,86 (1,19/329) 1,75 (1,15/150) 1,95 (1,22/177) 0,12
Framhaldsskólakennsla
í viðkomandi grein eða
skyldum greinum 2,12 (1,31/326) 2,17 (1,27/151) 2,09 (1,34/173) 0,51
Ekki aðrar áhugaverðar
námsgreinar í boði 1,83 (1,23/325) 1,81 (1,21/149) 1,86 (1,26/174) 0,81
Boðið var upp á náms-
sviðið í fjarnámi 3,05 (1,89/337) 1,39 (1,08/146) 4,33 (1,29/189) <0,001
Annað 3,70 (1,81/37) 3,61 (1,91/18) 3,79 (1,75/19) 0,97
Skýringar: p-gildi fundið með Kruskal-Wallis prófi. Marktækur munur milli hópa (p-gildi < 0,05) er
skáletraður í töflu. μ = meðaltal, σ = staðalfrávik og n = fjöldi.
Tafla 3 sýnir vægi þátta í vali staðar- og fjarnema á námssviði. Þannig ráða möguleikar
á fjarnámi meiru um val fjarnema á námssviði en staðarnema, en einnig tekjumögu-
leikar, kynni af starfsgrein og val félaga á námsgrein.
Tafla 4 sýnir vægi þátta í vali á námssviði eftir aldri við brautskráningu. Þar kemur
fram að einstaklingar sem eru þrítugir eða eldri við brautskráningu hafa aðrar áherslur
við val á námsgrein en þeir sem yngri eru. Eldri einstaklingar velja frekar námsgrein
með hliðsjón af tekjumöguleikum (p=0,02), út frá kynnum af greininni (p=0,001) og
vegna þess að boðið var upp á námið í fjarnámi (p<0,001).