Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Blaðsíða 81

Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Blaðsíða 81
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 19(1–2)/2010 81 m a r Í a S t e i n g r Í m S d Ót t i r þeirra að skóladeildir sveitarfélaganna skipuleggja fundi þar sem kennarar úr sama árgangi úr öllum grunnskólum bæjanna hittast. Á þessum fundum segja þeir að raun- hæf reynsla af ýmsum viðfangsefnum í skólastarfi sé rædd. Þeir geti síðan yfirfært og lagað hugmyndir að starfi sínu og nýjar hugmyndir kvikni að kennslutengdum verk- efnum til gagns fyrir nemendur þeirra. Þegar kennararnir voru spurðir um aðstæður sem geta dregið úr faglegum fram- förum kalla þeir eftir meiri endurgjöf á vinnu sína með nemendum. Þeir segja að þeir upplifi enn dálítið eftirlitsleysi af hendi stjórnenda. Þó komu fram skoðanir um að eflaust megi túlka þetta sem frjálsræði og traust sem þeim sé sýnt. Guðrún sagði: „… kannski treysta þeir okkur mjög vel og þess vegna er þetta líklega svona.“ Við- mælendur nefna samt allir að æskilegt sé að stjórnendur séu sýnilegri í skólastarfinu, komi meira inn í kennslustofur og fylgist betur með því sem þar fer fram; þannig geti þeir veitt kennurum endurgjöf á starfið og séu betur í stakk búnir til þess að svara fyrir starfið út á við sem og í samtölum við kennara sína. Viðmælendur voru þó sammála um að dregið hefði verulega úr þörf þeirra fyrir endurgjöf eftir því sem reynslan jókst og starfsárum fjölgaði. Fyrir kennara á fyrsta ári sé endurgjöf og stuðningur bráð- nauðsynlegur en svo megi draga úr honum þegar líði á annað starfsárið, en endurgjöf og ígrundun þurfi þó alltaf að vera til staðar. Almennt vildu þeir gera sem minnst úr því að tala um erfiðleika og vanda sem þeir hafa lent í sem kennarar. Allir vildu þó meina að þeir ættu í vanda með að hafa tiltækt námsefni við hæfi allra nemenda. Þeir sögðust enn þá hneigjast til þess að skipuleggja kennsluna út frá nemendahópnum en samt vera mun meðvitaðri um að þeir þyrftu að passa upp á að hafa viðfangsefni við hæfi allra. Kennararnir voru að lokum beðnir að gefa nýliðum góð ráð og má segja að skilaboð þeirra allra séu mjög skýr og endurspeglist í orðum Elínar: „… bara ekki gefast upp, reyna að finna einhvern sem nennir að tala við þig um málin.“ umræða Tilgangur rannsóknar minnar var að varpa ljósi á reynslu grunnskólakennara í íslensku skólaumhverfi fyrstu fimm árin í kennslu; hvernig aukin reynsla hefur áhrif á þroska þeirra í starfi og í hverju þroskinn felst. Skýrar vísbendingar koma fram um aukinn starfsþroska eftir þessi fimm ár á vett- vangi. Efst í huga viðmælenda er aukið öruggi og sjálftraust gagnvart kennarastarfinu. Öryggi þeirra virðist tengjast því að þeir telja sig hafa náð betri tökum á ýmsum mikil- vægum þáttum kennarastarfsins og um leið eykst sjálfstraust þeirra. Hér miða kennar- arnir sig við það hvernig líðan þeirra og reynsla var á fyrsta starfsári (María Stein- grímsdóttir, 2005, 2007). Í þessu sambandi nefna þeir að undirbúningur undir kennslu sé orðinn markvissari og þeir eigi auðveldara með að afmarka efnistök. Þeir hafa nú meira vald yfir fjölbreyttum kennsluaðferðum og gengur betur hvað varðar aga- og bekkjarstjórnun. Þeir hafa öðlast aukið sjálfstraust, meiri færni til samskipta og velferð nemandans skiptir þá miklu máli. Töluvert hefur verið skrifað um mikilvægi stuðnings við kennara á fyrsta starfsári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.