Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Blaðsíða 91

Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Blaðsíða 91
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 19(1–2)/2010 91 HJAltI JÓN SvEINSSoN oG BöRkuR HANSEN Trú á eigin færni og hvati til náms Hvers vegna hætta nemendur á Almennri námsbraut í Verkmenntaskólanum á Akureyri á meðan aðrir halda áfram? Í rannsókn þeirri sem hér verður gerð grein fyrir var leitað svara við spurningunni hvernig á því standi að sumir þeir nemendur sem innritast hafa á Almenna námsbraut 1 í Verkmennta- skólanum á Akureyri (VMA) hafi hætt eftir fremur skamma viðdvöl, þrátt fyrir ýmis úrræði sem þeim stóðu til boða, en aðrir haldið áfram1. Þessir nemendur eiga það sameiginlegt að hafa ekki náð tilskildum árangri í tveimur greinum eða fleiri á samræmdum prófum í 10. bekk grunn- skóla. Í rannsókninni var sjónum einkum beint að tveimur þáttum; trú þessara einstaklinga á eigin færni og hvata þeirra til náms. Í rannsóknum sem gerðar hafa verið meðal annars meðal nemenda í miðskólum í Banda- ríkjunum kemur fram að trú nemenda á eigin færni í námi ýti undir áhuga og hvetji þá til að fást við viðfangsefni sem lögð eru fyrir þá í skólanum. Skorti nemendur þessa eiginleika séu þeir brenndir þeirri reynslu að ná ekki árangri og mistakast. Staðreyndin er sú að um 60% þeirra nemenda sem innritast á Almenna námsbraut hætta í skólanum án þess að ljúka skilgreindum lokaprófum. Leitað er svara við því hvað hafi orðið til þess og svo hinu; hvers vegna aðrir héldu áfram. Í VMA hefur nemendum í þessum hópi verið boðið upp á sitthvað í því skyni að styrkja sjálfsmynd þeirra, efla þá í námi og koma til móts við þá sem hafa átt við námsörðugleika að stríða. Því hefur það valdið vonbrigðum að svo margir ljúki ekki námi við skólann. Í rannsókninni, sem er eigindleg, var rætt við tíu einstaklinga sem fæddir eru árið 1986 og innrituðust í skólann haustið 2002. Í niðurstöðum kemur fram að níu þeirra höfðu átt við námsörðugleika að stríða. Átta þeirra virtust hafa mjög takmarkaða trú á eigin færni til náms þegar þeir hófu göngu sína í VMA. Áhugi þeirra á námi virtist jafnframt lítill eftir að hafa gengið illa í grunnskóla. Tveir öðluðust trú á eigin færni til náms meðan á dvöl þeirra í skól- anum stóð. Tveir tíumenninganna skáru sig úr hópnum fyrir þær sakir að þeir virtust hafa haft trú á getu sína í námi frá fyrstu tíð. Af gögnunum að dæma virtust þeir hafa gert sér grein fyrir því þegar þeir voru komnir á Almenna námsbraut í VMA að þeir ættu að geta gert betur og sest á þær brautir sem hugur þeirra stóð til. Í ljós kom að við 22 ára aldur, þegar viðtölin fóru fram, virtust allir nema einn þeirra þátt- takenda sem hætt höfðu í skóla hafa öðlast trú á að þeir ættu að geta tekist við nám á nýjan leik ef aðstæður leyfðu og þeir voru fullir áhuga. Niðurstöður rannsóknarinnar verða nýttar til að skapa umræðu innan VMA um leiðir til að búa betur að þeim nemendum sem standa illa að vígi námslega þegar þeir koma í skólann. Uppeldi og menntun 19. árgangur 1.–2. hefti, 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.