Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Blaðsíða 107

Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Blaðsíða 107
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 19(1–2)/2010 107 H Ja lt i J Ó n Sv e i n S So n o g Bö r KU r H a n S en síst; þeir segjast flestir hafa kynnst mörgum nýjum félögum auk þess sem þeir hafi haldið sambandi við þá gömlu, sem flestir fóru í VMA. Ytri þættir Fræðimenn hafa fjallað um mikilvægi þess fyrir unglinga að hafa á tilfinningunni að þeir ráði sér sjálfir (e. autonomy) og ákveði upp á eigin spýtur hvað þeir taki sér fyrir hendur (La Guardia og Ryan, 2002; Ragnhildur Bjarnadóttir, 2002). Það á við um þátt- takendur þessarar rannsóknar. Af viðtölunum að dæma virðast þeir allir hafa tekið þá ákvörðun sjálfir hvort þeir héldu áfram í skóla eða ekki. Hvatning er unglingum mikilvæg og getur haft mikil áhrif á námsframvindu eins og fyrr var frá greint. Stuðningur heima fyrir er það sömuleiðis og þátttaka foreldra í námi barna sinna. Margir þátttakenda í þessari rannsókn virðast ekki geta státað af því; nema þeir tveir sem höfðu haft trú á eigin færni. Sá, aftur á móti, sem verst stóð að vígi námslega þegar hann kom í VMA, fékk mikla hvatningu frá kennurum sínum, svo og frá vinum og unnustu sem sögðu: ,,Þú getur þetta!“ Sexmenningarnir sem hurfu frá námi segjast hafa hætt á eigin forsendum þrátt fyrir fortölur foreldra sinna. Móðir einnar stúlkunnar var til dæmis búin að gera henni ljóst að ef hún hætti yrði hún að flytja að heiman og sjá um sig sjálf. Engu að síður fór hún að eigin vilja, hvarf brott úr skóla, flutti að heiman og fór að stunda vinnu. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að ekki sé slæmu sambandi sexmenning- anna sem hættu og foreldra þeirra um að kenna að þeir hafi gefið nám upp á bátinn. Sérstaklega góð samskipti við foreldra virðast heldur ekki hafa ráðið úrslitum um það að hinir hafi haldið áfram. Vera kann að sumir foreldrar vanmeti hlutverk sitt gagnvart börnum sínum þegar þau eru komin í framhaldsskóla. Með hækkun sjálfræðisaldurs í 18 ár hefur hlutverk foreldra og ábyrgð aukist samkvæmt laganna hljóðan. Engu að síður virðast afskipti foreldra minnka verulega eftir að börn þeirra eru komin í framhaldsskóla. Þátttaka þeirra í foreldrasamstarfi sem VMA hefur boðið upp á er til dæmis sáralítil. Hafa stjórnendur skólans talið það mikils virði að fá að kynnast viðhorfum þeirra til skóla- starfs og náms þess sem börn þeirra stunda. Einnig er talið mikilvægt að foreldrar fái góða innsýn í áherslur skólans, kennsluhætti og svo framvegis. Vonandi mun ákvæði um þátttöku foreldra í hinum nýju framhaldsskólalögum verða til þess að auka áhrif þeirra á skólastarf og styrkja þá til þess að vera börnum sínum sú stoð og hvatning sem nauðsynleg er (Lög um framhaldsskóla nr. 92/2008). ýmsir fræðimenn, sem um þetta hafa fjallað, myndu telja þessa nemendur geta fallið undir það að vera áhættuhópur. Þeir hneigðust til að velja sér ,,slæman“ félagsskap, ættu á hættu að ánetjast áfengi og öðrum fíkniefnum og hefðu jafnvel tilhneigingu til að rjúfa tengsl við foreldra (Bandura, 1997). Enginn þátttakenda hefur orðið fyrir slíku, ekki einu sinni sá sem átti við mjög mikla erfiðleika að stríða vegna ofvirkni og athyglisbrests. Hann var sífellt órólegur í skóla og jafnvel baldinn og vakti á sér neikvæða athygli. Allir höfðu áhyggjur af honum meðan hann var í grunnskóla og síðar, er hann kom í VMA. Hann bjó enn heima hjá foreldrum sínum þegar rannsóknin fór fram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.