Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Side 84
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 19(1–2)/201084
„nú veit maðUr ef ti l vill út á Hvað Starfið gengUr“
sjálfstrausts kennara og mikilvægra þátta í skólastarfi, svo sem námsframvindu nem-
enda, aðferða við bekkjastjórnun og á hvern hátt þeir tileinka sér nýjar kennsluaðferðir.
Kennararnir tilgreina framfarir hjá sér í öllum þessum þáttum og virðist sem aukið
sjálfstraust þeirra falli að kenningum Bandura (1994, 1997) um faglegt sjálfstraust og
hvernig það hefur áhrif á einstaklinga. Hann álítur að mat einstaklinga á getu sinni
til ákveðinna verka byggist á fjórum þáttum: Reynslu sem skapar leikni, góðum fyrir-
myndum, sannfæringarkrafti annarra og sjálfsvitund. Þessi atriði virðast einnig vera
reynsla viðmælenda minna eins og fram kemur í viðtölunum. Mikilvægt er að stuðlað
sé að starfsumhverfi sem eykur faglegt sjálfstraust kennara og þar með starfsánægju
þeirra því slíkt starfsumhverfi er talið draga úr hættu á kulnun í starfi (Valgerður
Magnúsdóttir og Anna Þóra Baldursdóttir, 2008).
Athyglisvert er hver reynsla viðmælenda er af stjórnendum skólanna sem þeir
starfa við (hér er átt við skólastjóra og aðstoðarskólastjóra). Þeir segja þá lítið sýnilega
í daglegu starfi skóla og fjarlæga starfi kennara með nemendum. Af orðum þeirra má
ætla að eftirlit með störfum þeirra sé lítið, endurgjöf á starfið eða hvatning til dáða
sé fátíð. Þeir segjast alltaf leita fyrst til samkennara sinna, þá deildar- eða stigstjóra,
síðast til stjórnenda, ef þá vantar ráð eða aðstoð. Enn fremur sé lítið og fremur ómark-
visst hvatt til sí- og endurmenntunar. Fram kemur að kennurum bjóðist lítil sérhæfð
endurmenntun, heldur höfði hún til breiddarinnar, og því vanti oft endurmenntun í
sérhæfðari þáttum starfsins. Kennararnir taka að þessu leyti undir skoðanir annarra
íslenskra kennara á endurmenntun, sem koma fram í skýrslu TALIS1 (Ragnar F. Ólafs-
son og Júlíus K. Björnsson, 2009) og benda til þess að endurmenntun sem í boði er
höfði ekki nægjanlega til sérsviðs kennara og það dragi úr áhuga þeirra á að sækja sér
hana.
Eflaust má túlka skoðanir viðmælenda á framgöngu stjórnenda á marga vegu.
Stjórnendur þurfa að geta borið fullt traust til faglegs starfs kennara sinna og kennarar
verða að axla þá ábyrgð sem felst í fagmennsku þeirra. Auk þess hefur starf stjórnenda
breyst mikið síðari ár; það tengist nú í meira mæli en áður rekstri stofnana og ytri mál-
efnum. Því virðist sem faglegt starf falli oftar fyrir borð en æskilegt væri og af þeim
sökum verði tengsl þeirra við daglegt starf kennara ekki eins mikil. Upplifun kenn-
aranna af framgöngu stjórnenda og samskiptum við þá stangast töluvert á við þær
skoðanir sem skólastjórnendur hafa á eigin starfsháttum og settar eru fram í TALIS
skýrslunni (Ragnar F. Ólafsson og Júlíus K. Björnsson, 2009) og einnig við kenningar
um stjórnun eins og þær koma fram hjá Sergiovanni (2009). Hér má einnig benda á
Leithwood, Harris og Hopkins (2008) sem telja það eitt af meginhlutverkum stjórnenda
skóla að fylgjast vel með faglegu starfi innan sem utan skólastofunnar, vera forystu-
og hvatamenn í allri framþróun skólans og þar með að tryggja starfsánægju og góðar
starfsaðstæður sem styðja þroska bæði kennara og nemenda.