Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Blaðsíða 202
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 19(1–2)/2010202
viðHorf
ber ábyrgð á gæðastýringu rannsókna. Gæðamat rannsókna er flókið og hefur sviðið á
síðustu misserum unnið að því að kortleggja mismunandi leiðir við slíkt mat.
Kennslusvið ber ábyrgð á öllum þeim þáttum sem snúa að kennslu nemenda á
fyrsta háskólastigi, en áður báru einstakar deildir skólans ábyrgð á sínum nemendum.
Eftir þessar breytingar færðist inntaka nýrra nemenda, mat á eldra námi, námsmat
og prófskírteini frá fagdeildum til kennslusviðs. Þetta hefur gert starfsemi skólans
mun skilvirkari. Kennslusvið ber ábyrgð á innleiðingu Bolognaferlisins. Sú vinna
hefur einkum snúið að tveimur tengdum þáttum. Annars vegar innleiðingu skilvirks
gæðakerfis og gæðamenningar í samvinnu við önnur svið og fagdeildir, og hins vegar
innleiðingu skýrra námsmarkmiða og námsmats.
Innleiðing Bolognaferlisins í íslenskt háskólasamfélag kom á mjög góðum tíma fyrir
Háskólann á Hólum sem á þeim tíma var í örri þróun og með margvíslega vaxtarverki.
Skólanum mátti líkja við ungling sem var að breytast í fullorðinn einstakling, með öll-
um þeim flækjum sem því fylgir. Bolognaferlið hafði mjög jákvæð áhrif á það hvernig
Háskólinn á Hólum þróaðist. Þannig var vinna að umsókn um viðurkenningu fræða-
sviða mikilvægur vegvísir á þeim tíma fyrir uppbyggingu skólans. Án góðs vegvísis
hefði sú breytingavinna sem fór fram árið 2007 ekki átt sér stað og skilað þeim árangri
sem raun ber vitni. Auk mikilvægra breytinga á skipuriti og reglum leiddi þetta einnig
til aukinnar gæðamenningar. Innra mat kallaði á mikla naflaskoðun á starfsemi skólans
og þá kom auðvitað margt í ljós sem bæta mátti og útfæra öðruvísi. Þetta var sérstaklega
greinilegt þegar litið var til gæða kennslu.
Gæðaþróun kennslu í skólanum hefur byggst á innleiðingu Bolognaviðmiðanna. Í
Háskólanum á Hólum var, líkt og í öðrum háskólum, unnið að skilgreiningu náms-
markmiða í tengslum við umsókn um viðurkenningu fræðasviða. Lögð var áhersla á
að allir akademískir starfsmenn hverrar fagdeildar kæmu sameiginlega að skilgrein-
ingu á markmiðum námsbrauta, þar sem tekið skyldi tillit til auglýsingar um viðmið
um æðri menntun og prófgráður. Í kjölfar þessa var unnið að þróun námsmarkmiða ein-
stakra námskeiða. Umsjónarkennarar leiddu þá vinnu, hver fyrir sitt námskeið. Einnig
var unnið að því að tengja saman markmið námsbrauta og einstakra námskeiða. Skil-
greining námsmarkmiða námsbrauta og einstakra námskeiða leiddi greinilega til
hugarfarsbreytingar kennara. Síðan 2007 hafa kennarar verið hvattir til að endurskoða
reglulega og yfirfara námsmarkmið; t.d. kom fljótlega í ljós að stundum var þörf á að
breyta illmetanlegum námsmarkmiðum.
Þegar skólinn varð háskóli með lögum var öllum starfsmönnum hans sagt upp
störfum og þeir endurráðnir. Við endurráðninguna fóru akademískir starfsmenn skól-
ans í hlutlaust hæfnismat sem háskólakennarar. Þá var einnig aðgreind kennsluskylda,
rannsóknaskylda og stjórnunarskylda akademískra starfa. Kennsluskylda kennara við
Hólaskóla er breytileg, frá 30–70%, en að jafnaði eru kennarar með um 50% kennslu-
skyldu. Við skipulag kennslu hefur innleiðing ECTS-námseininga hjálpað, þar sem
viðmið um vinnu nemenda og kennslustundafjölda eru þar vel skilgreind.
Fljótlega eftir að hafist var handa við breytingar vorið 2007 kom í ljós að þörf var á
aukinni menntun akademískra starfsmanna í kennslufræðilegum vinnubrögðum en
flestir háskólakennarar eru ráðnir vegna fagþekkingar sinnar, ekki kennsluþekkingar.