Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Page 202

Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Page 202
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 19(1–2)/2010202 viðHorf ber ábyrgð á gæðastýringu rannsókna. Gæðamat rannsókna er flókið og hefur sviðið á síðustu misserum unnið að því að kortleggja mismunandi leiðir við slíkt mat. Kennslusvið ber ábyrgð á öllum þeim þáttum sem snúa að kennslu nemenda á fyrsta háskólastigi, en áður báru einstakar deildir skólans ábyrgð á sínum nemendum. Eftir þessar breytingar færðist inntaka nýrra nemenda, mat á eldra námi, námsmat og prófskírteini frá fagdeildum til kennslusviðs. Þetta hefur gert starfsemi skólans mun skilvirkari. Kennslusvið ber ábyrgð á innleiðingu Bolognaferlisins. Sú vinna hefur einkum snúið að tveimur tengdum þáttum. Annars vegar innleiðingu skilvirks gæðakerfis og gæðamenningar í samvinnu við önnur svið og fagdeildir, og hins vegar innleiðingu skýrra námsmarkmiða og námsmats. Innleiðing Bolognaferlisins í íslenskt háskólasamfélag kom á mjög góðum tíma fyrir Háskólann á Hólum sem á þeim tíma var í örri þróun og með margvíslega vaxtarverki. Skólanum mátti líkja við ungling sem var að breytast í fullorðinn einstakling, með öll- um þeim flækjum sem því fylgir. Bolognaferlið hafði mjög jákvæð áhrif á það hvernig Háskólinn á Hólum þróaðist. Þannig var vinna að umsókn um viðurkenningu fræða- sviða mikilvægur vegvísir á þeim tíma fyrir uppbyggingu skólans. Án góðs vegvísis hefði sú breytingavinna sem fór fram árið 2007 ekki átt sér stað og skilað þeim árangri sem raun ber vitni. Auk mikilvægra breytinga á skipuriti og reglum leiddi þetta einnig til aukinnar gæðamenningar. Innra mat kallaði á mikla naflaskoðun á starfsemi skólans og þá kom auðvitað margt í ljós sem bæta mátti og útfæra öðruvísi. Þetta var sérstaklega greinilegt þegar litið var til gæða kennslu. Gæðaþróun kennslu í skólanum hefur byggst á innleiðingu Bolognaviðmiðanna. Í Háskólanum á Hólum var, líkt og í öðrum háskólum, unnið að skilgreiningu náms- markmiða í tengslum við umsókn um viðurkenningu fræðasviða. Lögð var áhersla á að allir akademískir starfsmenn hverrar fagdeildar kæmu sameiginlega að skilgrein- ingu á markmiðum námsbrauta, þar sem tekið skyldi tillit til auglýsingar um viðmið um æðri menntun og prófgráður. Í kjölfar þessa var unnið að þróun námsmarkmiða ein- stakra námskeiða. Umsjónarkennarar leiddu þá vinnu, hver fyrir sitt námskeið. Einnig var unnið að því að tengja saman markmið námsbrauta og einstakra námskeiða. Skil- greining námsmarkmiða námsbrauta og einstakra námskeiða leiddi greinilega til hugarfarsbreytingar kennara. Síðan 2007 hafa kennarar verið hvattir til að endurskoða reglulega og yfirfara námsmarkmið; t.d. kom fljótlega í ljós að stundum var þörf á að breyta illmetanlegum námsmarkmiðum. Þegar skólinn varð háskóli með lögum var öllum starfsmönnum hans sagt upp störfum og þeir endurráðnir. Við endurráðninguna fóru akademískir starfsmenn skól- ans í hlutlaust hæfnismat sem háskólakennarar. Þá var einnig aðgreind kennsluskylda, rannsóknaskylda og stjórnunarskylda akademískra starfa. Kennsluskylda kennara við Hólaskóla er breytileg, frá 30–70%, en að jafnaði eru kennarar með um 50% kennslu- skyldu. Við skipulag kennslu hefur innleiðing ECTS-námseininga hjálpað, þar sem viðmið um vinnu nemenda og kennslustundafjölda eru þar vel skilgreind. Fljótlega eftir að hafist var handa við breytingar vorið 2007 kom í ljós að þörf var á aukinni menntun akademískra starfsmanna í kennslufræðilegum vinnubrögðum en flestir háskólakennarar eru ráðnir vegna fagþekkingar sinnar, ekki kennsluþekkingar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.