Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Side 40
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 19(1–2)/201040
KennSla Um orðHlUta eyKUr orðSKilning nemenda á yngSta Stigi grUnnSKÓlanS
prófin lögð fyrir alla nemendur, fyrst í vikunni eftir að inngripunum lauk og svo aftur
þremur mánuðum síðar. Annað prófanna, skilgreiningar á bullorðum, var lagt fyrir
einstaklingslega og tók sú fyrirlögn um tuttugu mínútur. Prófið sem metur skilning
á afleiddum raunorðum var aftur á móti lagt fyrir í litlum hópum tveimur dögum
seinna og tók það um fimmtán mínútur.
Kennsluíhlutun
Kennt var í fimm kennslustundir, klukkustund í hvert sinn. Byggt var á sömu aðferð
og notuð var í rannsókn Nunes og Bryant (2006) þar sem börn eru beðin um að leysa
munnleg verkefni sem miða að því að auka skilning þeirra á orðmyndun og getu
þeirra til þess að greina orð niður í orðhluta. Verkefnin voru útbúin í Powerpoint
og samanstanda af litríkum myndum, orðum og setningum sem börnin skiptast á að
bregðast við, eftir að hafa rætt þær sín á milli og við kennarann. Kennslan fór fram í
fjögurra til sex barna hópum og var alltaf í höndum umsjónarkennara barnanna. Þeir
höfðu allir fengið hálfs dags þjálfun í notkun kennsluefnisins áður en kennslutímabilið
hófst.
Í fyrstu kennslustund er fjallað um samsett orð. Markmiðið er að börnin skilji að
orð eru oft búin til úr fleiri en einum hluta (orði) og að merking þeirra breytist eftir
því hvernig þeim er raðað saman. Þeim eru sýndar tvær myndir, t.d. af sól og hatti, og
beðin um að hugsa um af hverju þær eru. Því næst eru þau beðin um að reyna að búa
til lengra orð (sólhattur) með því að skeyta orðunum tveimur saman. Kennarinn og
börnin ræða svo fleiri orð sem mögulega væri hægt að gera það sama við.
Að aflokinni fyrstu kennslustund eru börnin kynnt fyrir orðflokkum. Þeim er kennt
að flokka orð eftir því hverju þau lýsa, að nefna helstu orðflokkana og búa til nafnorð
úr sögnum með því að bæta viðskeytum aftan við þau. Verkefnin eru þrenns konar. Í
fyrsta verkefninu sjá börnin setningu sem í vantar eitt orð (t.d. „við sáum ________ í
bænum“). Eftir að kennarinn les setninguna upphátt birtast svo þrjú orð ásamt lýsandi
myndum fyrir neðan (t.d. bíll, tölva, syngja) og eiga börnin að ræða sín á milli hvaða
orð gætu mögulega passað inn í setninguna. Eftir að svar hefur verið gefið ræða allir
saman um hvers vegna sum orðin passa en önnur ekki (t.d. að orðið verður að vera
um hlut eða að orðið verður að vera eitthvað sem við gerum). Markmiðið er að börnin
hugsi um mismunandi gerðir orða og hvað það er sem gerir þau ólík. Börnunum eru
svo smátt og smátt kynnt nöfn helstu orðflokkanna (nafnorð, sögn, lýsingarorð).
Í næsta verkefni eru börnin beðin um að koma með dæmi um orð úr ólíkum orð-
flokkum. Þeim eru sýnd fjögur orð (t.d. kýr, steinn, bók og taska) og þau beðin að
íhuga hvers konar orð þetta séu og koma með dæmi um fleiri slík. Þriðja og síðasta
verkefnið gengur svo út á að búa til nafnorð með því að bæta viðskeytum aftan við
sagnir. Þeim eru sýndar setningar ásamt myndum (eins og t.d. „a person who cleans is
a clean____“) og eiga svo að velja á milli endinganna „-er“ og „-ist“. Í þriðju kennslu-
stundinni er farið í sams konar verkefni, að viðbættum fleiri viðskeytum.
Fjórða kennslustundin fjallar um forskeyti sem gefa orðum andstæða merkingu
(eins og t.d. forskeytið „un-“ í orðinu „unhappy“) og ganga verkefnin út á að skeyta
réttu forskeyti framan við orð sem birtist á skjánum. Einnig er farið yfir viðskeytin