Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Blaðsíða 145

Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Blaðsíða 145
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 19(1–2)/2010 145 rannveig traUStadÓttir, Hanna BJörg SigUr JÓnSdÓttir og Helgi þÓr gUnnarSSon vildu heldur ekki ýta undir þá skoðun að þau væru byrði á fjölskyldunni með því að draga fram erfiðar eða neikvæðar hliðar fötlunarinnar. Ungmennunum sem tóku þátt í þessari rannsókn hafði tekist ágætlega að vinna úr tilfinningum af þessum toga. Það er hins vegar alls ekki sjálfgefið að öllum fötluðum börnum takist það jafn vel. Ráðleggingar um uppeldi fatlaðra barna Þegar ungmennin voru spurð að því hvaða ráð þau vildu gefa foreldrum fatlaðra barna kom í ljós að þau höfðu ákveðnar skoðanir á því hvaða þættir væru mikilvægir. Þó að þau nefndu um sumt ólík atriði komu fram nokkur grundvallaratriði sem þau voru sammála um. Þau voru sannfærð um að foreldrar fatlaðra barna gegni lykilhlut- verki í því að börnin þrói jákvæða sjálfsmynd og sjálfsskilning. Eitt af þeim atriðum sem þau töldu skipta mestu var að foreldrar gættu þess að ofvernda ekki börn sín heldur gæfu þeim svigrúm til að prófa sig áfram og reka sig á. Ungmennin töldu að ofverndun fatlaðra barna væri meiri í dag en þegar þau voru sjálf að alast upp. Þau bentu á að foreldrar væru meðvitaðri um fötlun nú en áður og ættu þar af leiðandi erfiðara með að sleppa hendinni af börnunum sínum og það gæti leitt til ofverndunar. Til marks um þetta sagðist eitt þeirra hafa orðið vitni að því að foreldrar kæmu með börnunum á íþróttaæfingar og fylgdust með þeim meðan á æfingunni stæði, ekki af áhuga á íþróttinni heldur til að sjá til þess að allt væri í lagi og færi vel fram. Öll nefndu mikilvægi þess að foreldrar fatlaðra barna gefi þeim frelsi og leyfi þeim að prófa sem flesta hluti. „Fötluð börn verða alltaf á einhvern hátt útundan í saman- burði við önnur börn og þess vegna er mikilvægt að foreldrarnir ýti ekki undir það með því að vefja þau í bómull,“ sagði eitt þeirra. Þau bentu á nauðsyn þess að börnin fái að reka sig á hlutina svo þau geti kynnst því af eigin raun hvar takmörk þeirra liggi. Einn pilturinn benti á að ef foreldrarnir ákveða fyrir börnin hvað þau geti og hvað þau geti ekki sé verið að gera barninu afar erfitt fyrir. Hann taldi ekki hollt að einhver ákveði fyrir barnið hvort það geti hluti eða ekki, barnið þurfi að ráða fram úr því sjálft. Enn eitt atriði sem öll ungmennin nefndu sem ákaflega mikilvægt var að for- eldrar fatlaðra barna mættu alls ekki vorkenna barninu. Að þeirra dómi var vorkunn- semi það versta sem hægt væri að sýna fötluðu barni. niðurlag Eins og fram kemur í fræðilega yfirlitinu hér að framan leggja fræðimenn á ýmsum sviðum (svo sem innan félagsfræði, sálfræði og fötlunarfræða) vaxandi áherslu á mikil- vægi félagslegra og menningarlegra þátta í uppvexti og þroska bæði fatlaðra og ófatlaðra barna. Innan fötlunarfræða hefur meðal annars verið lögð mikil áhersla á að rýna í það hvernig ýmsar hindranir í umhverfinu hafa aukið á erfiðleika fullorðins fólks sem býr við skerðingar af ýmsum toga. En eins og Priestley (2003) bendir á hefur lítil áhersla verið lögð á að þróa hinn félagslega skilning í tengslum við líf fatlaðra barna. Þetta endurspeglast í niðurstöðum þessarar rannsóknar. Þegar ungmennin sem tóku þátt rannsókninni voru að alast upp var ríkjandi hefðbundinn skilningur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.