Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Blaðsíða 155

Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Blaðsíða 155
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 19(1–2)/2010 155 i n g i rú n a r e ðva r ðS So n o g g U ð m U n d U r K r i S t Já n ÓS K a rS S o n könnuninni. Í könnuninni kom einnig fram að heimasíður hafa mjög mikil áhrif á endanlegt val tyrkneskra nemenda á háskóla (Yamamoto, 2006). Veloutsou, Lewis og Paton (2004) spurðu 306 framhaldsskólanemendur og ein- staklinga á námskynningu í háskólum í Bretlandi um þætti sem þeir leituðu eftir við val á háskóla. Þátttakendur svöruðu því til að mikilvægustu upplýsingar sem þeir leituðu eftir við val á háskóla tengdust orðspori háskóla og háskóladeilda, inntaki einstakra námskeiða og aðstöðu á háskólasvæði (e. campus). Á sama hátt flokkuðu þátttakendur eftirfarandi þætti sem þýðingarmesta við endanlegt val á háskóla: Inn- tak námskeiða, orðspor háskóladeilda, orðspor háskóla og stúdentahúsnæði sem háskóli veitir. Þá hefur það mikla þýðingu að geta fengið starf að námi loknu. Þjónusta háskóla, t.d. ráðgjöf og heilsugæsla, og tíðarfar hafði hins vegar mjög lítið að segja. Jón Torfi Jónasson (2005) segir að vöxtur íslenska háskólakerfisins hafi verið mjög stöðugur alla 20. öldina eins og hjá flestum vestrænum þjóðum. Bandaríkin séu á undan Evrópu en þróunin sé sú sama í meginatriðum. Jón Torfi telur að meginskýringin á vexti háskólastigsins sé sókn nemenda í prófgráður. Þeir séu að sækjast eftir viður- kenndu vottorði um að þeir hafi lokið háskólanámi og að þeir sæki í nám sem hafi bærilegan virðingarsess. Nokkur hluti sæki í fræðilegt nám, en margir kjósi starfs- tengt nám. Árið 2000 voru spurningalistar sendir til 677 brautskráðra nemenda í hjúkrunar- fræði og viðskiptafræði sem höfðu stundað nám við HA og Háskóla Íslands (HÍ eftir- leiðis) á árunum 1987–2000 (Ingi Rúnar Eðvarðsson, 2009). Þeir voru m.a. spurðir hvað hefði haft áhrif á val þeirra á háskóla. Helstu ástæður fyrir vali á háskóla voru þessar samkvæmt svörum þátttakenda: Áhugavert nám, gæði náms, ímynd háskóla, nálægð við háskóla og stuðningur fjölskyldu. Brautskráðir nemendur frá HÍ völdu frekar háskóla út frá áhugaverðu námi, en brautskráðir nemendur frá HA völdu frekar háskóla út frá atvinnu og námi maka, til að breyta um umhverfi, vegna þess að þeir bjuggu í nálægð við háskóla og vegna leigu- og stúdentahúsnæðis. Karlar fara í meiri mæli að ráðum vina en konur þegar þeir velja háskóla, en konur velja frekar háskóla með áhugavert nám í huga og huga að gæðum náms, stuðningi fjölskyldu, atvinnu og námi maka og framboði á leiguhúsnæði (Ingi Rúnar Eðvarðsson, 2009). Haustið 2006 gerði Rannsóknar- og þróunarmiðstöð HA könnun meðal nýnema við háskólann. Helstu niðurstöður varðandi val nemenda voru að tæp 60% svarenda sögðust hafa valið HA vegna staðsetningar skólans og 51% vegna námsframboðsins. Orðspor skólans hafnar í þriðja sæti (32,5%), en fæstir velja HA í ljósi upplýsinga og fyrir áhrif frá kunningjum, eða rétt rúm 11% svarenda (Hjördís Sigursteinsdóttir, 2007). Í mörgum rannsóknum hefur þáttur fjölskyldunnar vegið þungt í ákvörðun ein- staklinga um að hefja háskólanám og val þeirra á háskóla. Domino, Libraire, Lutwiller, Superczynski og Tian (2006) draga saman fyrri rannsóknir á áhrifamætti fjölskyldunnar og benda á að hún veiti fjárhagslegan stuðning, geti verið fyrirmynd (e. role model) og fjölskyldumeðlimir, einkum foreldrar, hvetji til háskólanáms. Þá hafi menntun for- eldra og væntingar þeirra mjög mikil áhrif á ákvarðanir um val á háskólum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.