Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Side 122

Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Side 122
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 19(1–2)/2010122 StarfSánægJa framHaldSSKÓlaKennara Ytri áhrifaþættir Þótt samskiptin við nemendur virtust mjög miðlæg í viðtölunum skiptir stuðningur frá yfirmönnum og öðru samstarfsfólki viðmælendur vissulega máli í starfinu. Engu að síður var orðræða viðmælenda mun almennari þegar fjallað var um þessa þætti en þegar innri áhrifaþætti bar á góma. Guðbjörg er ein þeirra sem nefnir að stuðningur og skilningur stjórnenda sé mikilvægur og það skipti hana miklu máli að yfirmenn taki eftir því sem hún sé að gera í starfi sínu og veiti henni frelsi til að prófa ýmsar nýjungar í starfi. Á þann hátt tengir hún samskiptin við stjórnendur (ytri áhrifaþátt- inn) við sjálfræðið (innri áhrifaþátt). Guðni segir, eins og svo margir viðmælendur, gott að yfirmenn treysti honum fyrir því sem honum er ætlað að gera og sér ekki mikla ástæðu til þess að skólastjórnendur fylgist með því sem fram fer innan veggja kennslustofunnar. Af viðtölunum má sjá að andrúmsloft eða starfsandi í skólunum þremur hafi verið mismunandi frá ári til árs og að hann geti breyst til góðs eða ills á skömmum tíma. Launamál, viðhorf til stjórnenda og framkvæmd stofnanasamninga var meðal þess sem máli skipti. Einnig voru að verki þættir eins og fyrirkomulag vinnu og innra skipulag vinnustaðarins, svo sem staðsetning kaffistofunnar o.fl. Einn viðmælenda sagði: „... í gamla skipulaginu vorum við með kaffiaðstöðu miðsvæðis en nú er búið að aðgreina þessi svæði. Ég veit svolítið um samskipti og þetta er ekki nógu sniðugt. Svona aðstaða er yfirleitt höfð miðsvæðis …“. Samskipti kennara og nemenda Samskipti, einkum við nemendur, bar mjög á góma þegar rætt var við kennarana um líðan og ánægju í starfi. Sá þáttur er ekki sérstaklega nefndur í kenningum Herzberg og félaga, en við teljum brýnt að draga hann fram hér. Auk þess að telja mikilvægt að vekja áhuga nemendanna á námsgreininni og að ná árangri á sviði námsins töldu kennararnir mikilvægt að mynda jákvæð tengsl við nemendur, byggð á gildum eins og umhyggju, sanngirni, trausti og virðingu í sam skiptum. Þeir telja að nemendur hafi ríka réttlætis kennd og meti mikils að kennarinn sé sanngjarn. Anna er ein þeirra sem fjallar um mikilvægi þess að skapa traust í samskiptum við nemendur. Það taki sinn tíma að byggja upp traust: „… ef ég sýni að ég vil hjálpa þeim þá finna þau að hægt sé að treysta mér. Það tekur tíma að kynnast krökkum en það er mikilvægt að kynnast vel.“ Sif er meðal þeirra sem fjalla um mikilvægi þess að bera virðingu fyrir nemendum. Hún segir: „Ég reyni að vera vinsamleg, það er aðallega það að bera virðingu fyrir þeim og það skiptir máli að tala ekki niður til þeirra eins og að þeir væru einhverjir kjánar.“ Fram kemur hjá nokkrum viðmælendum að kennarinn þarf að búa yfir ákveðnum samskiptahæfileikum og tækni til að skapa góð tengsl við nemendur. Tæknin byggist á áhuga á fræðigreininni og tækifærum til að hafa áhrif á viðhorf nemenda með nánd og virðingu í huga. Viðmælendur leggja þannig mikla áherslu á að byggja upp jákvæð tengsl við nemendur og að eiga vinsamleg samskipti við þá. Það sé forsenda þess að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.