Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Side 211

Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Side 211
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 19(1–2)/2010 211 Síðastliðin þrjú ár hefur skólinn tekið saman svokallað „mælaborð“ (e. RU Dash- board) sem mælir ákveðnar breytur í starfi skólans, m.a. nýsköpun í kennslu, fjöl- breytni í námsmati, tengsl við atvinnulíf, rannsóknarvirkni og síðast en ekki síst hversu alþjóðlegur háskóli HR er. Er mælaborðið því einskonar árangursmat þar sem ákveðnar breytur eru skoðaðar sérstaklega. Á hverju ári eru þessar breytur mæla- borðsins skoðaðar og bornar saman við fyrri ár. Með slíkum samanburði getur skólinn sett sér ný markmið og bætt það sem betur má fara. Það má því fullyrða að Bologna- ferlið hefur haft jákvæð áhrif á gæðastarf skólans og beint sjónum að nýjum víddum í starfi hans. Þó að innleiðing mælaborðsins sé ekki bein afleiðing Bolognaferlisins má telja að umræða um gæðamál vegna innleiðingar hafi ýtt enn frekar undir að slíkt kerfi var tekið upp. Eitt af aðalmarkmiðum Bolognaferlisins er að auka færanleika nemenda (e. mobility of students). Það má fullyrða að fjöldi nemenda sem kemur frá öðrum háskólum, innanlands og utan, hafi aukist í HR og einnig hefur skiptinemum fjölgað úr 133 nemendum árið 2007 í vel á þriðja hundrað skiptinema árið 2009 (skiptinemar til HR og frá HR). Þessa aukningu má eflaust rekja til þess hversu auðvelt er nú að fá nám metið milli skóla en eitt af markmiðum Bolognaferlisins er að auðvelda nemendum flutning frá einum skóla til annars. Unnið hefur verið markvisst að því að fjölga skiptinemum til og frá HR, erlendum kennurum sem kenna við skólann eða heim- sækja skólann í skemmri tíma til að kenna, námskeiðum sem eru kennd á ensku, alþjóðlegum verkefnum og erlendum skiptisamningum. Hvort fjöldi skiptinema tengist beint Bolognaferlinu er ekki vitað en þó má fullyrða að þeir fjölmörgu Evrópu- styrkir sem í boði eru hafi haft jákvæð áhrif. Fjölgun skiptinema hefur haft jákvæð áhrif á fjölda námskeiða sem eru í boði á ensku og öðrum erlendum tungumálum í fimm deildum skólans. Árið 2009 voru í boði um 250 námskeið sem kennd voru á erlendu tungumáli. Einnig er vert að geta þess að fjölþjóðlegum verkefnum hefur fjölgað ár frá ári og voru þau vel á þriðja hundrað árið 2009. Til að auka sýnileika Bolognaferlisins voru settar inn upplýsingar um ferlið á vef skólans þar sem m.a. komu fram upplýsingar um skírteinisviðaukann sem nemendur fá við útskrift. Var tekið mið af því að allar upplýsingar sem væru settar á vef skól- ans væru í samræmi við ECTS-staðla. ECTS-einingar höfðu verið notaðar til jafns við íslenskar einingar frá árinu 2002 en frá og með árinu 2007 hefur Háskólinn í Reykja- vík eingöngu notað ECTS-einingar. Til að tryggja að vinnuálag í námskeiðum sé í samræmi við ECTS-staðalinn hefur skólinn spurt nemendur um fjölda vinnustunda í kennslumati á námskeiðum. Einnig hefur starfsfólk kennslusviðs greint námskeið með tilliti til verkefna og námsmats auk þess sem í sumum deildum er magn les- efnis í námskeiðum borið saman. Má fullyrða að Bolognaferlið hafi gert kennara og starfsfólk meðvitaðra um þá vinnu sem hvert námskeið á að fela í sér með tilliti til vinnustunda nemenda. Það sem hefur helst staðið Bolognaferlinu fyrir þrifum í HR er að starfsfólk og nem- endur hafa ekki fengið næga kynningu á ferlinu innan háskólans. Þeir kynningar- fundir sem hafa verið um Bolognaferlið á Íslandi hafa verið haldnir af Alþjóðaskrif- stofu háskólastigsins og hafa fyrst og fremst verið sóttir af stjórnendum og sviðsstjórum v iðHorf
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.