Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Page 211
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 19(1–2)/2010 211
Síðastliðin þrjú ár hefur skólinn tekið saman svokallað „mælaborð“ (e. RU Dash-
board) sem mælir ákveðnar breytur í starfi skólans, m.a. nýsköpun í kennslu, fjöl-
breytni í námsmati, tengsl við atvinnulíf, rannsóknarvirkni og síðast en ekki síst
hversu alþjóðlegur háskóli HR er. Er mælaborðið því einskonar árangursmat þar sem
ákveðnar breytur eru skoðaðar sérstaklega. Á hverju ári eru þessar breytur mæla-
borðsins skoðaðar og bornar saman við fyrri ár. Með slíkum samanburði getur skólinn
sett sér ný markmið og bætt það sem betur má fara. Það má því fullyrða að Bologna-
ferlið hefur haft jákvæð áhrif á gæðastarf skólans og beint sjónum að nýjum víddum
í starfi hans. Þó að innleiðing mælaborðsins sé ekki bein afleiðing Bolognaferlisins
má telja að umræða um gæðamál vegna innleiðingar hafi ýtt enn frekar undir að slíkt
kerfi var tekið upp.
Eitt af aðalmarkmiðum Bolognaferlisins er að auka færanleika nemenda (e. mobility
of students). Það má fullyrða að fjöldi nemenda sem kemur frá öðrum háskólum,
innanlands og utan, hafi aukist í HR og einnig hefur skiptinemum fjölgað úr 133
nemendum árið 2007 í vel á þriðja hundrað skiptinema árið 2009 (skiptinemar til HR
og frá HR). Þessa aukningu má eflaust rekja til þess hversu auðvelt er nú að fá nám
metið milli skóla en eitt af markmiðum Bolognaferlisins er að auðvelda nemendum
flutning frá einum skóla til annars. Unnið hefur verið markvisst að því að fjölga
skiptinemum til og frá HR, erlendum kennurum sem kenna við skólann eða heim-
sækja skólann í skemmri tíma til að kenna, námskeiðum sem eru kennd á ensku,
alþjóðlegum verkefnum og erlendum skiptisamningum. Hvort fjöldi skiptinema
tengist beint Bolognaferlinu er ekki vitað en þó má fullyrða að þeir fjölmörgu Evrópu-
styrkir sem í boði eru hafi haft jákvæð áhrif. Fjölgun skiptinema hefur haft jákvæð
áhrif á fjölda námskeiða sem eru í boði á ensku og öðrum erlendum tungumálum
í fimm deildum skólans. Árið 2009 voru í boði um 250 námskeið sem kennd voru
á erlendu tungumáli. Einnig er vert að geta þess að fjölþjóðlegum verkefnum hefur
fjölgað ár frá ári og voru þau vel á þriðja hundrað árið 2009.
Til að auka sýnileika Bolognaferlisins voru settar inn upplýsingar um ferlið á vef
skólans þar sem m.a. komu fram upplýsingar um skírteinisviðaukann sem nemendur
fá við útskrift. Var tekið mið af því að allar upplýsingar sem væru settar á vef skól-
ans væru í samræmi við ECTS-staðla. ECTS-einingar höfðu verið notaðar til jafns við
íslenskar einingar frá árinu 2002 en frá og með árinu 2007 hefur Háskólinn í Reykja-
vík eingöngu notað ECTS-einingar. Til að tryggja að vinnuálag í námskeiðum sé í
samræmi við ECTS-staðalinn hefur skólinn spurt nemendur um fjölda vinnustunda
í kennslumati á námskeiðum. Einnig hefur starfsfólk kennslusviðs greint námskeið
með tilliti til verkefna og námsmats auk þess sem í sumum deildum er magn les-
efnis í námskeiðum borið saman. Má fullyrða að Bolognaferlið hafi gert kennara og
starfsfólk meðvitaðra um þá vinnu sem hvert námskeið á að fela í sér með tilliti til
vinnustunda nemenda.
Það sem hefur helst staðið Bolognaferlinu fyrir þrifum í HR er að starfsfólk og nem-
endur hafa ekki fengið næga kynningu á ferlinu innan háskólans. Þeir kynningar-
fundir sem hafa verið um Bolognaferlið á Íslandi hafa verið haldnir af Alþjóðaskrif-
stofu háskólastigsins og hafa fyrst og fremst verið sóttir af stjórnendum og sviðsstjórum
v iðHorf