Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Síða 24

Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Síða 24
leiKSKÓlaStarf af SJÓnarHÓli foreldra Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 19(1–2)/201024 samantEkt og umræða Í rannsókninni voru gæði í leikskólastarfi skoðuð af sjónarhóli foreldra barna sem voru að ljúka leikskóladvöl sinni. Rannsóknin fór fram meðal foreldra í þremur leikskólum í Reykjavík. Niðurstöður benda til þess að foreldrarnir telji leikskólann eðlilegt fyrsta skref í skólagöngu barna sinna. Þeir sjá leikskólann sem öruggan stað fyrir börnin á meðan þeir stunda vinnu sína en einnig líta þeir á leikskólann sem mikilvægt náms- rými þar sem börnin fá tækifæri til að umgangast önnur börn og læra í hópi jafnaldra og fullorðinna fagmanna leikskólanna. Foreldrarnir töldu flestir meginhlutverk leikskólans vera að stuðla að félagslegri hæfni barnanna. Þeir töldu mikilvægt að börnin fengju að njóta sín sem einstaklingar í leikskólanum, þau lærðu að treysta á sjálf sig og bjarga sér við daglegar athafnir; jafnframt því að þau ættu góð samskipti við börn og fullorðna í leikskólanum, lærðu að bera virðingu fyrir öðrum og fyndu fyrir samlíðan og væntumþykju gagnvart öðru fólki. Fátítt var að foreldarnir nefndu námsgreinar eða námssvið sem mikilvæga þætti sem börn ættu að læra í leikskólum. Þessar niðurstöður eru í samræmi við rannsóknir á viðhorfum íslenskra leikskólakennara sem flestir leggja megináherslu á félagsþroska barnanna (Jóhanna Einarsdóttir, 2001, 2006; Jóhanna Einarsdóttir og Kristín Karlsdóttir, 2005). Umræðuefni í viðtölum leikskólakennara við foreldra í Reykjavík endur- spegla jafnframt þessar áherslur (Reykjavíkurborg, Leikskólasvið, 2007). Erlendar rannsóknir benda einnig til þess að foreldrar telji mikilvægt að þjálfa félagslega hæfni í leikskólum (OECD, 2006; Sandberg og Vuorinen, 2008; Thorsen, Bø, Løge og Omdal, 2006; Walsh, 2005; Weikart, 2000; Østrem o.fl., 2009). Foreldrar í enskumælandi lönd- um telja einnig að félagslegir þættir séu mikilvægir en leggja þó meiri áherslu á náms- lega þætti og undirbúning fyrir grunnskólann en foreldrar á Norðurlöndum (Grace og Brandt, 2006; Liu, Yeung og Farmer, 2001; Petrie og Holloway, 2006; Piotrkowski, Botsko og Matthews, 2000; Siraj-Blatchford o.fl., 2002; Wesley og Buysse, 2003). Auk þess að stuðla að félagslegri hæfni fólust gæði í leikskólastarfi í huga foreldr- anna í leik, útiveru og hreyfingu og er það í samræmi við áherslur í Aðalnámskrá leikskóla (Menntamálaráðuneytið, 1999) og rannsóknir á áherslum og starfsháttum í íslenskum leikskólum (Jóhanna Einarsdóttir, 2001, 2006; Jóhanna Einarsdóttir og Kristín Karlsdóttir, 2005). Foreldrarnir voru ekki allir sammála um hversu skipulagt leik- skólastarfið ætti að vera. Sérstaklega fannst foreldrum í einum leikskólanum skipu- lag leikskólans of stíft; öðrum foreldrum fannst hins vegar gott jafnvægi vera milli skipulegs starfs annars vegar og leiks og frjálsræðis hins vegar. Þetta er í samræmi við rannsóknir á viðhorfum leikskólakennara sem benda til þess að skipta megi við- horfum þeirra til leikskólastarfs í þrennt þar sem einn hópurinn leggur áherslu á leik, umönnun og félagslegan stuðning, annar á formlegt nám og þriðji hópurinn á blöndu af hvoru tveggja (Jóhanna Einarsdóttir, 2006). Flestir foreldrarnir töldu að á síðasta ári barnanna í leikskólanum mætti vera meira um skipulagt starf og voru vettvangsferðir sérstaklega nefndar. Niðurstöður viðamikillar rannsóknar í Englandi benda til þess að í leikskólastarfi sé árangursríkast að blanda saman annars vegar vali og frjálsum leik og hins vegar hópastarfi þar sem meiri áhersla er lögð á beina kennslu. Nám barnanna veltur á
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.