Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Síða 34

Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Síða 34
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 19(1–2)/201034 KennSla Um orðHlUta eyKUr orðSKilning nemenda á yngSta Stigi grUnnSKÓlanS Ragnarsdóttur, Steinunni Gestsdóttur og Freyju Birgisdóttur, 2009). Því er mjög nauðsynlegt að finna skilvirkar leiðir til þess að auka orðaforða yngstu nemendanna. Íslenskar rannsóknir á áhrifum kennslu á orðaforða eru fáar og því eðlilegt að líta til erlendra rannsókna. Í þessari grein verður greint frá niðurstöðum rannsóknar þar sem könnuð voru áhrif þess að kenna börnum að ráða í merkingu orða út frá orðhlutum. Kennslan byggðist á orðnámsaðferð Nunes og Bryant (2006) og tók til enskumælandi nemenda í 1. og 2. bekk. Þróun orðaforða Orðaforði er það safn orða sem einstaklingur hefur á valdi sínu. Honum má skipta í virkan orðaforða og óvirkan. Virkur orðaforði er mun minni en óvirkur og inniheldur þau orð sem notuð eru að jafnaði í daglegu máli. Óvirkur orðaforði nær aftur á móti yfir þau orð sem sjaldnar eru notuð en viðkomandi skilur þegar hann heyrir þau eða les (Kamil og Hiebert, 2005). Eitt gróskumesta tímabilið í þróun orðaforðans er grunn- skólaárin. Nákvæmur fjöldi orða sem börn þekkja er þó nokkuð á reiki og virðist meðal annars fara eftir því hvers konar aðferð er notuð við talninguna og hvaða aldursbil er skoðað hverju sinni. Algengt er þó að miða við að 8–15 ára börn læri að jafnaði átta til níu orð á dag, sem jafngildir því að um það bil þrjú þúsund orð bætist að meðaltali við orðaforða þeirra á ári hverju (Anderson og Nagy, 1992; Anglin, 1993). Orðaforði vex því hratt á grunnskólaárunum og börn á grunnskólaaldri þekkja þúsundir orða, jafnvel þó þau noti aðeins lítið brot þess fjölda að jafnaði í daglegu máli. Þá vaknar sú spurning hvernig þessi gríðarlega aukning eigi sér stað. Þótt svarið við þessari spurningu sé eflaust margþætt hallast flestir að því að stærst- ur hluti orðaforðans lærist af merkingarlegu samhengi orðanna (ritað eða talað) (Nagy, Herman og Anderson, 1985; Sternberg, 1987). Niðurstöður fjölda rannsókna hafa sýnt að börn á grunnskólaaldri eiga auðvelt með að tileinka sér orðnámsaðferðir byggðar á merkingarsamhengi og að þær skila sér í auknum orðaforða (Carnine, Kameenui og Coyle, 1984; Nagy, Herman og Anderson, 1985). Samhengi er þó misinnihaldsríkt og nægir því ekki alltaf eitt og sér til þess að ákvarða nákvæma merkingu orðs (Schatz og Baldwin, 1986). Því má ætla að börn byggi á annars konar upplýsingum til þess að finna út hvað nýtt orð þýðir, auk merkingarlegs samhengis. Önnur leið sem æ oftar er nefnd sem möguleg aðferð við að læra ný orð er að álykta um merkingu þeirra af þeim orðhlutum sem þau mynda. Orðhlutar (morphemes) hafa verið skilgreindir sem minnsta merkingarbæra eining máls. Orðin „mús“, „sól“ og „svín“ eru til dæmis aðeins einn orðhluti hvert. Aftur á móti er hægt að brjóta orð eins og „óduglegur” niður í fjóra aðskilda orðhluta sem hver og einn gegnir mikilvægu hlutverki í að móta heildarmerkingu þess. Þeir eru forskeytið „ó“ sem oftast gefur orði andstæða merkingu, rótin „dug“ sem ber meginhluta merkingar orðsins, viðskeytið „leg“ sem notað er til þess að mynda lýsingarorð af sögnum, nafnorðum eða öðrum lýsingarorðum og kveður nánar á um merkingu rótarinnar, og svo beygingarendingin „ur” sem gefur til kynna að sá sem orðið lýsir sé karlkyns. Næmi barna fyrir orðhlut- um og þeim beygingar- og orðmyndunarreglum sem má draga af móðurmáli þeirra er oft nefnt orðhlutavitund eða morphological awareness. Þróun hennar birtist meðal
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.