Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Blaðsíða 104
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 19(1–2)/2010104
trú á eigin færni og Hvati t i l námS
Kennsla og kennsluhættir
Frammistöðu kennara má meta á ýmsan hátt en meðal þess sem vegur þungt er
hversu vel þeir koma námsefninu til skila, að nemendum líði vel í návist þeirra og
að sambandið milli nemenda og kennara sé virkt og jákvætt. Umræða um kennara
kemur víða fram í viðtölunum, einkum ef þeir voru taldir hafa náð góðu sambandi
við þátttakendur og jafnvel orðið til þess að þeir fengu kjark og áhuga á að glíma við
námið.
Þátttakendur eiga það allir sammerkt að hafa ekki gengið sem skyldi í grunnskóla
og því stóðu kennarar þeirra í VMA frammi fyrir stóru verkefni.
Sá þátttakandi sem lakast stóð að vígi, og nefndur hefur verið hér að framan, náði
góðu sambandi við kennarana sína í byggingadeildinni. Einkum taldi hann einn þeirra
hafa haft mjög jákvæð áhrif á sig. Hafi hann átt þátt í að hann gafst ekki upp heldur
hélt áfram þrátt fyrir ýmiss konar mótlæti. Hann sagði:
Sá var alveg frábær, hann hafði mikil áhrif á mig. Hann er náttúrlega búinn að hjálpa
mér svolítið mikið. Maður sat kannski einn eftir í prófi og hann sest kannski bara hjá
manni og fer kannski bara að spjalla eitthvað svo að maður fái ekki alveg ógeð á próf-
inu. Hann fór einhvern veginn öðru vísi að manni, hann gerði það, karlinn.
Af frásögnum viðmælenda að dæma getur viðmót af þessu tagi gert gæfumuninn ef
trúin á eigin færni og sjálfstraust er af skornum skammti.
Fram kemur að allir þátttakendurnir töldu að einstakir kennarar hefðu náð betra
sambandi við þá en aðrir og nefndu í sumum tilvikum jafnvel marga. Undantekninga-
lítið nefna þeir kennara sem hjálpuðu þeim, hvöttu þá áfram, fóru hæfilega hratt yfir,
gerðu að þeirra dómi sanngjarnar kröfur, voru skemmtilegir og spjölluðu við nem-
endur á jafningjagrundvelli.
Framtíðardraumar
Þátttakendur báru VMA vel söguna. Þeim fannst vel hafa verið tekið á móti sér. Ekki
er unnt að koma auga á að sexmenningarnir sem hættu námi hafi bent á aðrar ástæður
fyrir því en áhugaleysi og vanmátt gagnvart viðfangsefninu fyrst og fremst. Þeir hafi
smám saman hætt að stunda námið og mæta í kennslustundir og fyrr en varði hefði
atvinnulífið verið farið að toga í þá og áhugi þeirra vaknað á að vinna sér inn laun.
Eftir að hafa verið úti í atvinnulífinu um skeið höfðu allir þessir einstaklingar áhuga
á að fara í eitthvert nám; ýmist í dagskóla eða fjarnám í VMA ellegar á öðrum vett-
vangi. Af viðtölunum að dæma var skólinn spennandi kostur en það sem helst stóð í
veginum fyrir því að þeir færu í nám að sinni var að þeir voru allir í vinnu, þurftu að
standa undir fjárhagslegum skuldbindingum og voru jafnvel komnir með eigin fjöl-
skyldu. Þeir höfðu því ekki sömu tækifæri og á meðan þeir voru á framfæri foreldra
sinna. Engu að síður virtust ýmsar leiðir koma til greina til þess að láta drauminn um
frekara nám rætast.
Enginn þeirra þátttakenda sem hættu í námi kenndi skólanum um; ónógum tæki-
færum þar eða að ekki hafi verið komið nægilega til móts við þá. Þvert á móti. Á hinn