Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Blaðsíða 100

Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Blaðsíða 100
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 19(1–2)/2010100 trú á eigin færni og Hvati t i l námS af þessu öllu sem dró mann svolítið niður. Það var kannski verst að maður hafði ekki mikla trú á sjálfum sér. En sumir höfðu augastað á einhverju sérstöku, komust ekki strax í það nám sem þeir helst hefðu viljað og brast þolinmæði: Ég var að hugsa um málminn en komst ekki inn á þá braut strax út af stærðfræð- inni. En ég komst inn á tréiðnaðarbrautina á annarri önn eða var þar til hliðar við Almennu brautina. Svo var ég að fá lélegar mætingar og eitthvað svoleiðis. Ég hjakkaði eiginlega bara í sama farinu með lærdóminn. Fram kemur hjá öllum að þeir voru algjörlega óráðnir um hvað þeir vildu helst taka sér fyrir hendur þegar þeir komu í skólann. ,,Ég var ekki búinn að ákveða neitt,“ sagði einn þátttakenda, sem fannst hann hafa komist að þeirri niðurstöðu að loknum grunn- skólanum að hann gæti ekkert: Ég fékk ekkert áhuga á því að verða smiður fyrr en ég fór í NSK-áfangann, þar sem við kynntumst meðal annars trésmíðadeildinni. Mér fannst þetta fínt að fara inn á þessar mörgu brautir; bakaði, fór í vélvirkjun og smíðar og svo framvegis. Þegar maður fór yfir þetta allt saman þá sá maður hvað maður gæti helst hugsað sér að gera. Og strax á eftir NSK fór ég í framhaldsáfanga í trésmíðadeildinni. Það var mjög gott. Ég gat valið þannig áfanga í hinum deildunum líka. Fram kemur að sexmenningarnir sem hættu námi virtust ekki hafa verið andsnúnir frekari skólagöngu þegar þeir settust í VMA. Þeir kváðust jafnvel hafa verið bjartsýnir ef ekki áhugasamir. Fljótlega hafi samt áhuginn dvínað og síðan hafi þeir bundið endi á skólagöngu sína áður en margar annir voru liðnar. Áhugi tveggja var vakinn á ein- hverju stigi námsins á meðan tveir töldu sig alltaf hafa haft hann. Námsörðugleikar Af viðtölunum má ráða að allir þátttakendurnir nema einn höfðu átt við einhvers konar námsörðugleika að stríða í grunnskóla. Fimm þeirra höfðu verið greindir með lesblindu og þar af þrír ekki fyrr en í VMA var komið. Einnig kemur fram í viðtalinu við þann sjötta að hann hafi mjög líklega einnig átt við lesblindu að stríða. Þá höfðu tveir þátttakenda verið greindir með ofvirkni og athyglisbrest auk þess sem ýmis ein- kenni benda til þess að slíkt hafi háð þremur að auki að einhverju marki. Svo virðist sem þessir þættir hafi verið meginástæðan fyrir því að þeir sex sem hættu í skólanum á sínum tíma misstu áhuga á námi og höfðu litla trú á eigin færni á því sviði. Einn þeirra sagði: Lesturinn var alveg í núlli. Það var alveg djöfullegt ef svo má segja. Svo skrifaði ég alveg hræðilega líka, það var varla að maður skildi sína eigin skrift. Þessi lesblinda víxlar líka tölum og maður skrifar einhverja bölvaða vitleysu. Ég var bara alveg búinn að gefast upp á því að reyna eitthvað. Sjálfsmyndin var svolítið í klessu. Ég ákvað að reyna fyrst að ég fékk inngöngu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.