Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Side 187

Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Side 187
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 19(1–2)/2010 187 engin tilviljun að árafjölda hvers áfanga er hvergi getið í Bolognayfirlýsingunni. Þar er einungis lagt upp með að grunnnám til fyrstu prófgráðu skuli vera að minnsta kosti þrjú ár. Það sem skiptir máli er m.ö.o. ekki námstíminn sem slíkur heldur sú þekking, kunnátta og hæfni sem prófgráðunni er ætlað að tryggja að viðkomandi nemandi hafi náð tökum á. Sú menntun verður að miðast við skilgreind viðmið um gæði og kröfur í náminu. Þetta tengist hinu tvíþætta hlutverki grunnnámsins, að það henti í senn atvinnulífinu og sem undirbúningur undir frekara nám. Öllum aðgerðum Bolognaferlisins er ætlað að þjóna framangreindum tilgangi og markmiði, s.s. viðauki með prófskírteini sem útskýrir stöðu prófgráðunnar í sam- hengi menntakerfis viðkomandi lands, sameiginlegt einingakerfi (þ.e. ECTS-kerfið) sem gerir námsáfanga samanburðarhæfa á milli landa, sameiginleg gæðaviðmið (e. quality assurance) sem stuðla að gegnsæi og trausti á menntakerfum og mennta- stofnunum og sameiginleg viðmið um ytra form æðri menntunar og prófgráða (e. qualification framework). Í hinu síðastnefnda felast t.d. viðmið um skilgreiningu námsleiða til prófgráðu (e. degree programmes) á grunni hæfniviðmiða þar sem settur er formlegur rammi um þá þekkingu og kunnáttu sem mismunandi prófgráðum er ætlað að skila. Þetta er viðleitni til að styrkja og efla þekkingarsamfélag Evrópu og samkeppnishæfni álfunnar gagnvart öðrum heimshlutum, t.d. Bandaríkjunum, Ind- landi og Austur-Asíu, og greiða fyrir flæði vinnuafls á milli landa. Í byrjun var áherslan fyrst og fremst á hið ytra form háskólamenntunar, en síðan hafa gæði og inntak náms- ins fengið æ meiri athygli. Í ljósi þessa er það rökrétt þróun að samtök háskóla og stúdenta í Evrópu hafa á síðustu árum lagt stóraukna áherslu á gæðamálin og trygg- ingu þeirra í Bolognaferlinu. Bakgrunnur Hafa verður í huga að Bolognayfirlýsingin frá 1999 átti sér talsvert langan aðdraganda og mikið starf hafði verið unnið á vettvangi stjórnvalda og háskólanna sem skilaði sér rækilega inn í ferlið og hefur í reynd gert það mögulegt. Þetta undirbúningsstarf átti sér sömu rót og yfirlýsingin sjálf. Hin ytri uppbygging háskólanáms og prófgráða hafði þróast með ólíkum hætti í einstökum löndum Evrópu. Samanburður náms og prófgráða og flutningur stúdenta á milli „háskólakerfa“ var því tíðum flókinn, þótt inntak náms væri svipað. Hið sama átti við um frjálst flæði vinnuafls á milli landa. Nauðsyn raunverulegrar samhæfingar til að auðvelda samanburð var fyrst sett á blað í alvöru af stjórnvöldum í svonefndri Sorbonneyfirlýsingu (e. Sorbonne Declaration) sem menntamálaráðherrar stærstu þjóðríkja Evrópu, Frakklands, Ítalíu, Bretlands og Þýskalands, undirrituðu 25. maí 1998, um að stefna beri að aukinni samhæfingu æðri menntakerfa landanna. Segja má að með þeirri yfirlýsingu hafi verið lögð drög að Bolognayfirlýsingunni. Einnig verður að hafa í huga tilteknar forsendur sem báðar þessar yfirlýsingar byggjast á og taka mið af. Þar er fyrst og fremst um tvennt að ræða: Annars vegar stefnuyfirlýsingu evrópskra háskóla, Magna Charta Universitatum, sem var undirrituð í tilefni af 900 ára afmæli Háskólans í Bologna 18. september 1988 af rektorum yfir 400 háskóla í Evrópu, þ. á m. rektor Háskóla Íslands. Hún geymir helstu forsendur og viðmið sem háskólarnir telja að ganga verði út frá í starfsemi og starfs- v iðHorf
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.