Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Blaðsíða 38

Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Blaðsíða 38
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 19(1–2)/201038 KennSla Um orðHlUta eyKUr orðSKilning nemenda á yngSta Stigi grUnnSKÓlanS kennsluaðferðir og kennsluefni. Nunes, Bryant og félögum var falið að aðstoða hóp skóla sem vildi efla málþroska og læsi grunnskólabarna. Sumir komu með sínar eigin hugmyndir um kennslu en aðrir tóku þátt í kennsluverkefni sem var hannað af Nunes og Bryant og kallast „Discovering the secrets of words“ (2006). Íhlutunin samanstóð af átta 50 mínútna kennslustundum þar sem börnin leystu verkefni sem miða að því að örva orðhlutavitund þeirra. Hvert verkefni hefur ákveðið námsmarkmið, eins og t.d. að læra um orðflokka, að brjóta orð upp í orðhluta eða að skilja hvaða áhrif mismunandi orðhlutar hafa á merkingu og stafsetningu orða. Verkefnin byggjast einnig á ólíkum hugrænum aðgerðum, eins og til dæmis talningu orðhluta, að taka einn orðhluta burt og setja annan í staðinn og vinna með hliðstæður. Umsjónarkennarar barnanna sáu um fyrirlögn verkefnanna, en eitt grundvallar- skilyrði kennsluáætlunarinnar er að kennarar geti notað verkefnin í sinni daglegu kennslu. Þátttakendur í rannsókninni voru í þriðja til sjöunda bekk. Áhrif kennsl- unnar á orðforða voru metin með tvenns konar prófum sem lögð voru fyrir áður en kennslutímabilið hófst og eftir að því lauk. Í öðru prófinu voru tíu bullorð samansett úr tveimur algengum orðhlutum (t.d. „resleep“, „unclimb“) og var verkefni barnanna að skilgreina bullorðin út frá merkingu orðhlutanna. Í hinu prófinu voru 40 atriði þar sem börnin áttu að velja eitt af þremur fjölkvæðum orðum sem best passaði inn í tiltekið setningarlegt samhengi. Niðurstöðurnar sýndu að börnin sem tóku þátt í orðhlutakennslunni sýndu mun meiri framfarir í báðum prófum en þau sem fengu kennslu sem ekki byggðist á notkun orðhluta. Það virðist því ljóst að mögulegt er að kenna börnum um orðhluta og sú kennsla gerir þau færari um að skilja merkingu ókunnra orða. En rannsókn Nunes og Bryant beindi kennslunni aðeins að börnum sem hafa lokið fyrstu árum grunnskólans. Eins og áður hefur verið vikið að sýna rannsóknir að einstaklingsmunur á umfangi orðaforða kemur snemma fram og er líklegur til þess að aukast þegar líða tekur á skólagönguna. Ástæðurnar fyrir þessari þróun eru eflaust margbreytilegar, en ein sem oft er nefnd er sú að mikill munur er á því málumhverfi sem börn alast upp í. Orðaforði barna sem hljóta mikla málörvun heima fyrir, til dæmis með samtölum við fullorðna eða sameigin- legan lestur, þróast mun fyrr en þeirra sem ekki njóta slíkrar hvatningar (Dickinson og Smith, 1994; Robbins og Ehri, 1994; Sénéchal, 1997). Þar sem áframhaldandi vöxtur orðaforða byggist að miklu leyti á þeim grunni sem þegar er til staðar geta framan- greind áhrif verið mikil og langvarandi (Penno, Wilkinson og More, 2002). Börn með takmarkaðan orðaforða hafa til dæmis rýrari skilyrði til þess að tileinka sér orðnáms- aðferðir en börn sem hafa ríkan orðaforða. Þau eiga erfiðara með að nýta sér merkingar- legt samhengi og skilja og nota síður skilgreiningar í orðabókum (Shefelbine, 1990). Einnig hefur verið bent á að góður orðaforði byggist ekki einungis á því að kunna mörg orð, heldur líka á því hversu sterk og margbreytileg merkingarleg tengsl eru á milli þeirra orða sem börn geyma í orðabanka sínum. Nemendur með mjög slakan orðaforða eiga því oft erfitt með að nota aðferðir sem byggjast á því að nýta sér slík tengsl, eins og t.d. orðhlutaaðferðina (Nagy, 2007). Þættir sem snerta áhuga á orðum og máli yfirleitt virðast einnig hafa talsverð áhrif (Robbins og Ehri, 1994). Af ofansögðu má vera ljóst að þau börn sem hefja skólagöngu með góðan orðaforða hafa forskot sem öðrum börnum með veikari málrænan grunn reynist erfitt að ná upp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.